Hlín - 01.01.1942, Qupperneq 101
Hlin
99
tíðinni rætast þær hugsjónirnar, sem mikilsverðastar eru
af öllum, að mennirnir hætti að hata hver annan og her-
ast á banaspjótum, en vinni saman að hamingju allra
þjóða/
Vestur-íslenska skáldið okkar, Stephan G., hefur átt
og trúað á þær hugsjónir, þegar hann orti þetta gullfal-
lega erindi:
„Sú kemur öld, hún er aðgætnum vís,
þó að ártalið finnist ei hvenær hún rís,
að mannvit og góðvild á guðrækni manns,
að göfugleiks framför er eilífðin hans,
að frelsarinn eini er líf hans og lið,
sem lagt er án tollheimtu þjóðheillir við,
og alheimur andlega bandið,
en ættjörðin heilaga landið."
Eyjafjarðará kemur undan hrauni í botni Eyjafjarðar-
dals. Hún er þar aðeins lítill lækur, ekki líkleg til að
vinna stórvirki. En þegar lengra dregur frá upptökum
hennar, koma ár og lækir úr hlíðum og dölum, þúr
sameinast Eyjafjarðará og hún verður að starfsömu
vatnsfalli. — Það er inndæit að líta yfir óshólma hennar.
Þeir eru fagrir og frjósamir og færa mörgum Eyfirðingi
hagsæld. Það er ávöxtur af sameiningu vatnanna. —
Þannig er því varið með samvinnu mannanna, ef hún er
heilbrigð og friðsamleg, færir hún þeirn bjartari og
betri tíma.
Kæru sveitasystur, við skulum allar óska þess, að við
getum í smæð okkar hjálpað til þess að byggja hamingju-
lönd þessarar ástkæru þjóðar. Óska þess, að þau rísi úr
hafi framtíðarinnar jafn fögur og kær eins og ísland
hefur risið úr Atlantshafi fyrir sjónum þeirra rnanna,
senr mest hafa unnað því, og sem koma heim aftur eftir
langa ferð og heita heimþrá.
Sigurlína Sigtryggsdóttir, Æsustöðum.
7*