Hlín - 01.01.1942, Blaðsíða 103
Hlín
101
Elliheimilið „Betel“ á Gimli í Manitoba
tuttugu og fimm ára.
Eftir Dr. B. J. Brandson.
Jeg þakka ritstjóra „Árdísar" fyrir að biðja mig að
skrifa stutta grein í tilefni af því að Betel hefur nú verið
starfandi í full tuttugu og fimm ár. — Öll þau ár hafa
kvenfjelög hins hiterska kirkjufjelags stutt stofnunina
með ráðum og dáð, og sýnt það jafnan, að velferð Betel
er þeirra áhugamál.
„Góð vísa er aldrei of oft kveðin“, þess vegna er það
ekki úr vegi að minnast þess enn einu sinni, að fyrsta
sporið til stofnunar Betel var stigið af kvenfjelagi Fyrsta
lúterska safnaðar í Winnipeg. — Þetta fjelag hafði það
mál á dagskrá í mörg ár, og hafði safnað nær 4000 dölum
til fyrirtækisins, þegar fjelagið afhenti kirkjufjelaginu
málið til frekari framkvæmda. — Kvenfjelagið áleit að
málinu yrði betur borgið í höndum kirkjufjelagsins, og
var það eflaust rjett skoðun, því hjá kirkjufjelaginu fjekk
hugmyndin stærri sjóndeildarhring og varð málefni, sem
miklu fleiri skoðuðu sem sitt mál, heldur en meðan hug-
myndin þroskaðist aðallega hjá einu safnaðar kvenfjelagi
innan vjebanda kirkjufjelagsins.
í fyrstu voru margir vondaufir um framtíð fyrirtæk-
isins. — Þeir óttuðust, að það færi með Betel eins og svo
mörg íslensk fjelagsfyrirtæki okkar á meðal, að strax
eftir fyrsta sprettinn smá-dofnaði áhuginn og fyrirtækið
smá-lognaðist svo út af. — En eftir 25 ára reynslu er það
auðsætt, að þessar hrakspár eru ekki líklegar til að ræt-
ast. — Stofnunin stendur nú með meiri blóma en nokkru
sinni fyr. — Það er óhætt að fullyrða, að framfarir eiga
sjer stað á hverju ári, og að stofnunin hefur nú náð þeim
þroska, sem gerir henni mögulegt að uppfylla þær vonir,