Hlín - 01.01.1942, Blaðsíða 104
102
Hlin
sem hinir fyrstu hvatamenn fyrirtækisins gerðu sjer um
stofnunina og nytsemi hennar í þjóðlífi Vestur-íslend-
inga.
í öllum kristnum löndum finna menn að elliheimili
eru nauðsynleg, en sú nauðsyn getur verið mjög mis-
jafnlega mikil. — Á meðal þjóðarbrots í framandi landi,
eins og íslendinga í Ameríku, er það öldungis eðlilegt '
að þörf fyrir elliheimilið sje mjög áberandi. — Margir
af þeim, sem frá íslandi komu, liöfðu þegar lifað sitt
fegursta, sumir jafnvel verið rosknir, þegar þeir yfirgáfu
ísland. — Ameríka var ekki sú gullkista, sem þeir höfðu
gert sjer vonir um að finna. — Ellin færðist fljótt yfir
þá, og þegar sá dagur kom, að þeir gátu ekki lengur
erfiðað, þá stóðu þeir uppi ráðalausir. Hefði íslenska fólk-
ið átt að leita athvarfs á hjerlendum stofnunum, þar sem
engin íslenska heyrðist töluð, þá var það í mörgum til-
fellum óviðfeldin, ef ekki hræðileg tilhugsun. — Að eiga
íslenskt heimili, þar sem þessir þreyttu og lúnu íslensku
vegfarendur geta átt athvarf, er ómetanleg blessun fyrir
þá, sem hlut eiga að máli.
Á þessum aldarfjórðungi, sem Betel hefur starfað,
hafa'mikið á þriðja hundrað vistmenn dvalið þar, lengri
eða skemmri tíma. — Aðsókn hefur verið svo mikil, að
margir verða að bíða mjög lengi þar til mögulegt er að
sinna beiðni þeirra. — l>etta ástand leiðir til þess, að
margar raddir bafa komið frám, sem benda á nauðsyn
til að stækka heimilið. — Fáir af þeim, sem þess krefjast,
að Betel færi út kvíarnar, gera sjer grein fyrir því hvaða
kostnað þetta hefði í för með sjer, því síður benda þeir
á, hvar þá peninga væri að fá, sem nauðsynlegir væru. —
Til þess að stækka heimilið um þriðjung þyrfti í það
minsta 40,000 dali, og er það stærri upphæð en okkar
fólk getur látið af hendi rakna, eins og nú er umhorfs
í heiminum. —
í þessu sambandi er vert að benda á það, að enginn