Hlín - 01.01.1942, Síða 108
106
Hlin
ast síðan á ári hverju verið haldnar skemtanir til öflunar
tekna fyrir sjóðinn.
Eitt af því, sem fjelagið er talið hafa best gert á sviði
líknarmálanna, er það, þegar það árið 1930 gekst fyrir
því, að efnalausri konu, sem átti f jölda barna, en enga kú,
var gefin mjólk, 8 lítrar á dag. — Þarf ekki getum að því
að leiða, hve vel konunni hafa komið slíkar gjafir.
í kvenfjelaginu eru nú, er þetta er ritað, 44 meðlimir,
auk eins heiðursfjelaga.
Fyrsti formaður fjelagsins var frú Guðrún Snorradóttir,
ljósmóðir í Hveragerði, og var hún formaður til ársins
1935. — Hefur hún jafnan sýnt hinn mesta dugnað, skör-
ungsskap og fórnfýsi í þágu fjelagsins, jM)tt: oft væru örð-
ugar aðstæður. — Á síðastliðnu vori átti hún sextugsaf-
mæli og var henni þá færður að gjöf fallegur rafmagns-
lampi með áletraðri þökk frá kvenfjelaginu. Þykir henni
vænt um gjöf þessa, en þó enn vænna um þann hug, sem
gjöfinni fylgdi, sem vafalaust var ósvikinn. — Eftir að frú
Guðrún ljet af formannsstarfi hafa tvær konur verið í
formannssæti: Frú Kristjana Pjetursdóttir frá Arnarbæli
og frú Jóhanna Sigurjónsdóttir í Stóra-Saurbæ, og liafa
þær báðar getið sjer hið besta orð. — Auk Jaeirra kvenna,
er hjer hafa verið taldar, hafa ýmsar mætar konur í Ölf-
usi, sem ekki verða hjer nafngreindar, stutt fjelagið.
íslenskar konur hafa lengst af setið liljóðlátar við arin
sinn, vögguna eða vefinn. — í kyrþey hafa þær haldið
vörð um alt það, sem heimilin áttu helgast. Þær hafa val-
ið sjer það góða hlutskifti að gerast höfundar ljóssins og
ylsins á heimilinu og er slíkt í alla staði lofsvert, enda fer
því fjarri, að allir þeir sigrar verði til varanlegs gagns,
sem sóttir eru í gegnum storma og myrkur.
En hinu verður þó ekki neitað, að mörgu góðu hefur
verið til vegar komið fyrir atbeina kvennanna eftir að
þær tóku fyrir alvöru að hefja þátttöku í opinberu fjelags-
starfi, — Sú tíð er nú löngu liðin, er menn gerðu gys að