Hlín - 01.01.1942, Page 111
Hlin
109
eitthvað að gefa þeim sem þær umgengust. Því inst í sál
þeirra logaði lítið ljós, sem þær áttu einar, prá þeirra frá
æsku eftir mentun og göfgi. — Það var þessi dulda þrá,
sem skerpti auga þeirra og næmi fyrir því fagra, sem á
vegi þeirra varð, það var hún, sem orkaði því, að þær
námu ljóð og sögur, þulur og æfintýri, og miðluðu æsku
þessa lands — með litbrigðum og listfengi í orðavali og
meðferð frá sinni eigin sál. — Það er þetta starf, sem hef-
ur borið þann ávöxt, að engin stjett þessa lands hefur
lífgað og hlúð, þroskað og varðveitt jafn marga frjóanga
lífstrúar og kærleika í sál þjóðarinnar eins og alþýðu-
konan.
Vissulega er það ánægjulegt að sjá höfðinglega, efnaða
húsfreyju fagna gestum með alúð og virðuleik, vitandi
það, að hún hefur nægtir þess, er þarf til þess að koman
verði gestunum ánægjuleg. En fátæka konan, sem gengur
móti gestunum með titrandi hjarta, af því að hún veit,
að hana vantar alt sem venjulega er krafist til að fagna
gestkomu. — Hún dylur alt, sem inni fyrir býr, og gengur
móti gestunum virðuleg, glöð og hlýleg. — Það er þessi
mikla aflraun, sem alþýðukonan hefur svo oft leyst með
snild, að brosa hvað sem inni fyrir býr. — Mörg ung
stúlka hefur horft á atburðina gerast, staðið á öndinni af
ótta og undrun. — Og margt mun ólga í hinni ungu sál,
er hún horfir á hið vonlausa strit, stundum við slæma
aðbúð, kulda, hranaskap og skilningsleysi, en oft líka við
ást og samheldni, þar sem aldrei hefur brugðist, að hjón-
in bæru allar byrðar saman, svo að birtu hefur lagt á
veginn, þrátt fyrir alt. — Er það að undra, þó að efinn
læðist að hinni ungu sál ,og spurningin vakni: „Get jeg
nokkurntíma tekið við störfunum hennar mömmu, og
brosað gegnum alt?“
Nú er hún að hverfa af sjónarsviðinu hin þrautseiga,
gjafmilda, ómentaða alþýðukona. — í heiðri og þökk lifi
minning hennarl