Hlín - 01.01.1942, Page 112
110
Hlin
Til handa hinni íslensku framtíðarkonu óska jeg, að
göfgi hennar og gjafmildi vaxi að sama skapi og mentun
liennar og kjör batna, jeg óska þess, að í sál íslenskra
kvenna endurómi orð skáldsins:
„Veistu það, að þinni djúpt í sál
þungir strengir furðuhljóma geyma“.
Það mundi varðveita ábyrgðartilfinning þeirra, hvað
sem yfir dynur á ókomnum öldum, því að engin kona er
svo hrjáð eða smáð, að hún eigi ekki djúpt í sál sinni
undraóm kærleikans og furðuhljóma síns fagra, dýra
móðurmáls.
5. J.
Ljósið í glugganum hennar mömmu.
Erindi flutt á ársþingi Bandalags lúterskra kvenna að
Brú í Manitoba 1940 af Guðrúnu Kristjánsdóttur
(Anderson) frá Víðigerði í Eyjafirði.
Margt er það gott og dásamlegt, sem okkur er leyft að
njóta í þessu lífi, en fátt eða ekkert er eins dýmætt og hún
móðir okkar. Þegar við hugsum um hana, virðist alt verða
fegurra, bjartara, fullkomnara. — Ekki ætla jeg að lýsa
því hvers virði hún móðir okkar hefur verið okkur að
öllu leyti, til þess er jeg ekki fær, svo viðkvæmt og víð-
tækt er starf móðurinnar, það er ekki margra meðfæri að
lýsa því. En á fundi, eins og þessum, finst mjer ekki úr
vegi að við rifjum upp sumt af því, sem hún móðir okkar
hefur gert fyrir okkur.
Þegar við förum að hugsa um hana mömmu, þá er ótal
margs að minnast, sem okkur er ljúft, dýrmætt og ógleym-
anlegt. — Hver hefur sína sögu að segja, hvað hún
mamma var leiðbeinandi, huggandi, gleðjandi, hjálpandi