Hlín - 01.01.1942, Qupperneq 114
112
Hlin
heimilisins. — Með öðrum orðum, fjelagslífið er orðið
svo margþætt, og ákafinn svo mikill að taka þátt í sem
flestu, að við vanrækjum oft okkar helgustu skyldur. —
Þið skuluð ekki halda að jeg sje að mæla á móti góðum
fjelagsskap. — Nei, það er langt í frá, en æskilegt finst
mjer, að við konur notum samverustundir okkar, svo
sem eins og þessi þing og aðra samfundi, til þess að at-
huga hvað þessu máli líður hjá okkur, hvernig við get-
um skift tímanum sem best niður, svo okkur vinnist tími
til að vinna þau störf, sem okkur er trúað fyrir. — Fyrst
og fremst þar sem ábyrgðin er mest, þar sem skyldan er
þyngst, en það er að geta leiðbeint þeim ungu rjettilega.
Þá erum við að leggja traustan grundvöll undir framtíð
þjóðarinnar, þessvegna þarf blys heimilisins altaf að loga
skært og bjart, svo æskan, hvar sem leið hennar liggur,
geti altaf sjeð ljósið í glugganum hennar mömmu.
(Ársritið „Árdis“ 8. árg.).
Þvottaskýlið í Hveragerði í Ölfusi.
Það hefur tíðkast, eflaust frá fyrstu tíð íslands bygðar,
að konur hafa þvegið þvotta sína við hveri og laugar.
Svo hefur einnig v'erið gert hjer í Hveragerði. — En að-
staðan var þó lengi vel ekki sem ákjósanlegust, plássið við
hverinn lítið og ósljett, og ekki notalegt að standa við
þvottinn á bersvæði. — Þegar kaldast var, og fleiri konur
voru við hverinn, reistu þær stundum vagnana, sem þær
fluttu þvottinn á, upp til skjóls, má nærri geta hvað það
hefur verið erfitt fyrir konurnar.
Oft hafði verið á það minst, hver nauðsyn bæri til að
koma þarna upp skýli, en það dróst ár frá ári.
Árið 1940 var útlit fyrir að kol yrðu í háu verði, og ef