Hlín - 01.01.1942, Page 115
Hlin
113
til vill ófáanleg, þá var þetta þvottaskýlismál borið fram
á haustfundi bændanna af Guðrúnu Snorradóttur, ljós-
móður, í Hveragerði, tóku bændur þessu vel og lofuðu
að gefa vinnu við framkvæmdirnar. — Nokkru eftir þenn-
an fund tók einn bóndinn, Jón Jónsson á Krossi, að sjer,
ótilkvaddur, að koma verkinu áfram, og er það því hans
verk, að skýlið er nú komið upp. — Til að borga smíði og
efni liafa verið haldnar 3 skemtisamkomur, auk þess hafa
ýmsir velunnarar skýlisins gefið samtals kr. 90,00, þar af
söngkonan Geirrún ívarsdóttir meir en helming.
Þvottaskúrinn er 4,80x3,60 m. að stærð, þar eru 2
þvottaborð og fastir bekkir með báðum hliðum skúrsins,
2 þrær, sem sjóðandi vatnsleiðslur liggja að, auk annara
þarfra áhalda.
Það hefur orðið hjer eins og oftar, að menn koma ekki
fyllilega auga á þörf hlutanna fyr en þeir eru komnir í
hendur þeirra. — Skúrinn er mikið notaður. — Fólki
fjölgar óðum hjer í Hveragerði, sjerstaklega er hjer margt
af sumargestum. — Aðkomukonurnar fengu í fyrrasumar
að þvo í skúrnum aðra hvora viku, og greiddu kr. 10,00
fyrir sumarið hver. í sumar fá þær að nota hann 4 daga í
viku. — Allir sem nota skúrinn hreinsa hann um leið og
þær fara úr honum, og fer umgengnin batnandi. — Kon-
urnar eru farnar að skilja, að það er metnaðarmál að þær
gangi vel um, gerðu þær það ekki, væri ómögulegt að
halda honum í lagi.
Guðrún ljósmóðir hefur hönd yfir skúrnum, enda er
það hún, sem mest hefur barist fyrir því, að hann kæmist
upp. — Hún skrifar: „Nú eru hjá mjer kr. 350,00, sem
geta farið í umbætur á skúrnum, en nú er engan mann
liægt að fá til neins. — Jeg lifi í voninni að jeg geti fengið
einhvern til þess í haust“.
Kunnugur.
8