Hlín - 01.01.1942, Blaðsíða 116
114
Hlin
Þjeringar.
Jeg leit fyrir stuttu í gamla „Hlín“ og varð þá fyrir
mjer þessi vísa:
„Við skulum ekki vera að þjerast lengur,
það er útlent apaspil,
sem aldrei þurfti að verða til“.
Undir erindinu stóðu stafirnir Þ. R. — Og býst jeg við
að erindið sje eftir Þórunni Ríkarðsdóttur, hina gáfuðu
og skemtilegu húsfreyju í Höfn. — Þessi vísuorð urðu
mjer tilefni til nokkurra hugleiðinga. — Jeg fór að hugsa
um, hvernig á því stæði, að fólk fór að pjera, tala í fleir-
tölu við einn mann. — Brynjólfur Jónsson segir í vísunni:
„Þá jeg lýg, ef einhvern einn ávarpa sem grúa“. — Það er
orðið að vana að ljúga á þennan hátt. — Er það ekki synd
að misbjóða þannig hinni fögru íslensku tungu?
En hvernig stóð á því að farið var að nota þetta ávarp?
— Mjer hefur dottið í hug sú skýring, að konungum, jörl-
um og öðrum, er mannaforráð höfðu, hafi verið heilsað
þannig ásamt hirðmönnum sínum. — Og er fram liðu
stundir hafi þetta þótt virðuleg kveðja, og loks hafi þetta
svo orðið hefð. — Vissara gat verið að þjera alla ókunn-
uga, því vel gátu konungar eða jarlar verið þar á ferð, því
ekki hafa þeir allir borið utan á sjer konungdóminn eða
jarlstignina. — Loks liefur þetta gengið út í öfgar, þann-
ig, að allir voru þjeraðir, jafnt þjófar og bófar sem kon-
ungbornir menn. — Og jafnvel hjer úti á íslandi, hjá
þessari litlu fámennu þjóð, varð þetta ríkjandi venja, og
það jafnvel svo, að foreldrar ljetu börn sín þjera sig.
Á seinni árum hefur þetta mikið breyst til batnaðar. —
Ýms fjelög, t. d. Ungmennafjelögin, hafa unnið að því
að útrýma þjeringum, og víða í sveitum, t. d. Borgarfirði
og Þingeyjarsýslu, þúast allir að heita má. — En einstaka