Hlín - 01.01.1942, Síða 119
Hlin
117
silfurbláir feldir. Það eru gulvíðis- og grávíðisrunnar. Þá
eru allsstaðar innanum þetta dökkar skuggamyndir með
sólglitrandi grænum kolli, það eru skógarrunnarnir,
birki, og reyniviður sumsstaðar. — En þegar litið er nær
á þetta flos, og það greinist í sundur, kemur fram annað
litskrúð, rautt, blátt, hvítt, gult — þúsundlitt. — Það eru
heiðablómin: Blágresi, hvítar og gular sóleyjar, gulir,
bleikir, fjólubláir og gullnir fíflar, geldingahnappar,
kattaraugu, lambablóm og óteljandi önnur blóm. — Um
alt vefst reyrinn og angar, öll grösin anga, skógurinn,
kjarrið, öll heiðin. — í eyrum manns ómar dillandi kór
óteljandi fugla. Þar eru þrestir, hrossagaukar, sólskríkj-
ur, auðnutittlingar, steinklöppur, maríuerlur, lóur, spó-
ar og rjúpur. Og allir syngja náttúrunni lofsöng í hrifn-
ingu og gleði lífsins.
Óhemju ósköp vex af berjum um alla heiðina og í
fjallabrekkunum. Eru það krækiber, bláber, aðalbláber,
einiber og hrútaber. — Á stöku stað hafa fundist jarð-
arber.
Vinna.
Reynsla umliðinna tíma virðist hafa sýnt það, að eigi
verði komist iijá því að unnið sje fyrir lífsnauðsynjum
þeim, sem mennirnir þarfnast og sækjast eftir. — En jafn-
framt er það líka viðurkent af heilsufræðinni og staðfest
af reynslunni, að hófleg, en áhugasöm og markföst vinna
sje eitt af þroska- og heilsumeðulum líkama og sálar. —
Hún örvar lífskraftinn og æfir liverskonar fimi.
Ánægja er ómissandi til farsæls mannlífs, og er þá eink-
ar heppilegt — já, nauðsynlegt, — að menn geti fundið
ánægju í vinnunni eða út frá henni. — Og gleði hennar
þarf að vera holl og samsvara köllun mannsins til andlegs