Hlín - 01.01.1942, Síða 121
Hlin
119
aðgang. — Árangur umhyggjunnar vekur hlýleika, vinn-
andanum fer að þykja vænt um uppalninga sína og þess
sjást oft glögg merki, að þeir gjalda í sömu mynt. — Hjer
skapast vináttusamband, þar sem hvor skilur annan að
nokkru, vináttan festist og verður að trygð, sem samfara
lífsfjöri veitir mikilsverða gleði í daglegri umgengni. —
Að vísu endar hjer líka með dauða, en sá ömurleiki er
minni og ekki eins átakanlegur með því, að nú má fram-
kvæma líflátið án sársauba, að menn ætla. — Þá er jarð-
ræktin eigi síst holt ánægjuefni og unaðar. — Byrjað er
með því að erja moldina, gera hana gljúpa og næringar-
ríka:
„Fæðist þá lífið til fjalla og dala,
faðrnar og brosir og grær“.
Lífsspíran og blöð hennar losna úr fjötrum fræskurns-
ins, gægjast upp úr moldinni, þroskast sýnilega dag frá
degi. — Bráðum vaxa blómknappar og springa út:
„Blómin þau anga öll
og skreyta víðan völl“.
Margbreytni þeirra að lögun, litskrúði og ilm er svo
hugnæmt, að „koma við hjartað svo kynlegir straumar".
— Þótt lífsverur þessar hafi eigi meðvitund, þá liggur við
að skoðanda finnist, að í blómi sje bústaður hreinustu og
helgustu tilfinninga hans. — Blómið verður honum kært
og hann óskar, að lífsframkoma sín megi bera blómlega
fegurð, ilm og ávöxt. — Segja má með skáldinu um vinnu
að þessurn gróðri: „Kveður sig sjálft í ljóð og lag landsins
og starfsins yndi“. — Hjer er líkleg lækning við mein-
semdum, sem oft þjá í margvíslegum önnum og amstri
dagleiðarinnar.
Þegar menn velja sjer atvinnuefni og hafa þessi þrjú
undirstöðuatriði fyrir augum, þá fær hið síðast talda
sterk meðmæli.
Að vísu hljóta rnenn líka að líta á arðsemina, og getur