Hlín - 01.01.1942, Síða 122
120
Hlin
þá oft virst svo, að hún eigi ekki síst heima hjá veiði-
skapnum. En þó hefur reynslan oft sýnt, að „svipull er
sjávarafli", og mannfórnir tekur hann miklar framyfir
hin vinnubrögðin. — Veiðiskapur íslendinga hefur á
næstliðinni hálfri öld færst mjög í aukana, og nú höfum
vjer hin fullkomnustu veiðarfæri, sem enn þekkjast. —
Allur fjöldi fólks hefur þyrpst að þessari vinnu, kepst á
um hana, og nú liggur við, að segja megi, að hætta sje á,
að fólkið svelti á mölunum, þegar minst varir. — Eigi ræð
jeg til þess, að farið sje að draga úr þessari atvinnu, en
hinu vildi jeg mæla með, að þeir, sem eigi komast þar að,
snúi nú leið sinni eftir mætti að hinum vinnubrögðun-
um, og þá einkum jarðyrkjunni, svo og þeir, sem enn
bætast við vinnuliðið.
Þetta er því fremur ákjósanlegt, sem rannsóknir og til-
raunir síðustu ára virðast leiða æ betur í ljós, að mold
móðurjarðar vorrar standi ekki svo mjög að baki gróður-
mold annara landa að frjósemi, ef jafnvel er að henni bú-
ið, og að ýms ráð megi finna til þess að sigrast á hindrun-
um veðurfarsins. — Þær eru og verða altaf nokkrar í öll-
um löndum.
Oss smakkast að vonum vel ýmsir jarðávextir annara
landa og viljum fá þá flutta til vor, en væri það ekki
miklu ánægjulegra að gera þá íslenska, eða annað ígildi
þeirra, geta svo þakkað kæru landi voru og manndáð
vorri fyrir þá.
Munir frá kærum vinum eru að jafnaði miklu hug-
þekkari öðrurn samskonar frá óviðkomandi, og kærastir
oft frá móðurinni. — Vjer þykjumst elska móðurland vort
og syngjum um það fagra söngva. — Að oss sje alvara ætti
að sjást í því, að okkur væri geðþekkari afurðir þess —
nokkurskonar brjóstamjólk fyrir börnin — og að vjer
legðum alúð við að auka og bæta þær.
Fyrir skömmu er hafin nákvæmari rannsókn á næringu
og heilnæmi fæðutegunda vorra, og bornar saman inp-