Hlín - 01.01.1942, Page 124
122
Hlín
Kýrnar mínar.
Kæra Halldóra! Þá loks ætla jeg að freistast til að
senda ,,Hlín“ svolítinn greinarstúf. — Það er bót í máli,
að þú getur látið ógert að birta hann.
Jeg er ein af þeim konum, sem lít svo á, að kúamjólkin
sje það allra besta, sem við getum fengið í bú okkar. —
Sje þetta rjett athugað, þá eru það konurnar sjálfar, sem
verða að sjá um, að kúnum líði vel. — Jeg hef ekki oft
rekið mig á það um dagana, að fólk hjeldi mig fara með
ósannindi. En þegar jeg á seinni árum hef sagt frá því,
hvað kýrnar mínar mjólka í ágúst og september, virðist
enginn trúa mjer. — Frænka mín kom og bað um lítra-
mál mitt og skilvindufötuna og mældi sjálf, frændi minn
kom og kíkti í mjólkurfötur í fjósi. Hvorugt þeirra sagði
eitt orð viðvíkjandi rannsóknarefni sínu.
Jeg ætla nú að segja lítið eitt frá því, hvernig jeg fer
að því að halda nytinni í kúnum, og byrja þá á því að
segja frá, þegar þeim er hleypt út fyrst á vorin. — Þær eru
látnar út, þegar veitan neðan við túnið er orðin græn og
tíðin farin að hlýna, og þá strax minkuð heygjöf, en gef-
inn matur: síldarmjöl, maís eða rúgmjöl. — Matargjöfin
miðuð við tíðarfar og svo það, að nytin minki sem minst.
— Gjöfinni hætt, þegar þær fara að hafa fylli sína. Þegar
14 vikur eru af sumri, tel jeg nauðsynlegt að fara að gefa
þeim, hafi grasspretta byrjað snemma. — Þá minkar
þvagið í flórnum, saurinn harðnar. — Slæ jeg þá handa
þeim arfa, á meðan endist, þá af græðisljettu, ef til næst,
þá há, þar sem hún er safamest, og gef það um leið, áður
en mjólkað er. Jeg held þessu áfram þar til þær koma á
tún, ávalt er skilið eftir óslegið stykki handa þeim, síðari
sláttur. — Venjulegast koma þær á tún 17—18 vikur af
sumri.
Því er svo farið hjer til dala, að tún bítast upp af hest-