Hlín - 01.01.1942, Side 127
Hlin
125
Gamall loftþyngdarmælir.
(Spábelgur)
Sá var einn háttur gamalla búmanna — og var gripið
til hans jafnvel fram yfir miðja næstliðna öld — að gera
sjer veðurspá með þeim hætti, sem hjer greinir:
Þegar kýr hafði borið kálfi, var tekinn lítill skænis-
belgur, helst opinn aðeins í annan enda, þrifinn sem
vandlegast, blásinn síðan upp og bundið vel fyrir opna
endann. — Síðan var hann hengdur upp á vel þurran
stað, helst í baðstofurjáfur, og látinn hanga þar. — Þegar
belgur þessi var orðinn fullþur, mátti taka eftir því, að
hann ýmist harðnaði eða linaðist að spennu. — Var þá
litið svo á, að þegar hann linaðist, væri í vændum veður-
bót og blíða, en þegar hann harðnaði, var hins verra von,
og því ískyggilegri veðrabrigði, sem harðnanin varð
skyndilegri eða meiri.
Þegar meiri upplýsing gekk í garð og vjelaverkfæri
fluttust að, var auðvitað litið á þetta eins og marga aðra
hjegilju. — En næst er mjer að halda, að þessi þenslu-
breyting belgsins hafi átt dýpri rætur en síðar hjeldu
menn.
Eins og öllum er kunnugt nú, breytist þrýsting and-
rúmsloftsins eigi svo lítið. Þessar breytingar mælir loft-
þyngdarmælirinn eða loftvogin, sem nú er oftast nefnd.
Þegar þrýstingin (loftþyngdin) vex, þá hækkar loftvogin
og þykir spá góðu. — Lækkandi loftvog sýnir aftur á
móti minkandi loftþrýstingu og þykir mönnum þá mið-
ur horfa. — Nú þegar litið er til belgsins, þá kemur loft-
þrýstingin utan að honum, lætur þá óbreytta loftið inni-
fyrir undan, spenna þess má minna þeirri að utan, belg-
urinn „linast“. Minki aftur loftþrýstingin hið yti'a, þá
rná loftspennuaflið inni í belgnum sín meira, belgurinn
„harðnar". — Þetta einfalda áhald verður þá að sömu spá,
sem vísindalega samsett loftvog gefur. S. G.