Hlín - 01.01.1942, Blaðsíða 130
128
Hlin
fólk skuli ekki hafa lært að tala, en skuli t. d. segja: láda
í stað láta, Reygjavíg, Agureyri, taba, í stað tapa, breyd-
ing o. s. frv. — J?etta heyrir maður í Útvarpinu, hvað þá
annarsstaðar.
Margir gera engan greinarmun á orðunum ofaní og
niðrí. — Það ætti þó að vera hægðarleikur að gera jafnvel
börnum það skiljanlegt, að ofaní er hreyfing, en niðrí
kyrstaða.
Það þurfa allir að vera samhuga um að vanda málið,
það er ekki komið svo af leið, að ekki sje hægt að lagfæra
það.
H. B.
Ársritið „Hlín“ tuttugu og fimm ára.
Á 25 ára afmælinu sendir „Hlín“ lesendum sínum kær-
ar kveðjur og útsölumönnum og öðrum velunnurum,
austan hafs og vestan, bestu þakkir fyrir hjálp og gott
samstarf öll árin.
Það eru margar hendur, sem vinna að útgáfu bókar í
25 ár. — Vil jeg þar til nefna, auk þeirra, sem hafa sent
ritinu greinar og selt það, prentara, bókbindara_ og
myndagerðarmenn. — Öllu þessu góða fólki þakkar
,,Hlín“ ágæta vinnu og samvinnu, sem aldrei hefur
brugðist. — Ritið hefur verið prentað í Prentverki Odds
Ifjörnssonar á Akureyri frá því fyrsta og hefur notið þar
ágætra viðskifta. — Þá vil jeg minnast tveggja vinkona
minna, sem hafa aðstoðað mig við ritið, hafa int af hendi
vinnu, sem jeg var ekki fær um að framkvæma sjálf: Sig-
rúnu Blöndal, forstöðukonu, sem hefur skrifað „Vefnað-
arbókina, sem fylgt hefur „Hlín“, og Kristínu Sigfúsdótt-
ui, skáldkonu, sem ort hefur flest kvæðin í Barnaörkinni.