Hlín - 01.01.1942, Síða 131
Hlin
129
Það er gaman að líta um öxl og athuga breytingarnar,
sem orðnar eru á þessu tímabili. — Stefnuskrármál
„Hlínar“ hafa öll öðlast góðan framgang á þessum 25
árum, og að þeim öllum hafa konur að sjálfsögðu starf-
að meira og minna:
Fjelagsleg samvinna kvenna um land alt hefur aukist
stórkostlega, konurnar hafa unnið saman í bróðerni,
engin æsingamál hafa komist þar að. — Mentun kvenna
hefur tekið miklum framförum, mentastofnanir hafa
víða risið upp. — Garðyrkjan hefur margfaldast. Heil-
brigðis- og hjúkrunarmál hafa öðlast mikinn framgang
og heimilisiðnaðurinn hefur furðanlega haldið velli,
þrátt fyrir stórkostlega breyttar aðstæður á þjóðarbúinu.
Öllu þessu fagnar „Hlín“ innilega og óskar að fram-
sóknin haldi áfram og samúð og samvinna vaxi. — Einnig
að konur taki smásaman meiri þátt í opinberum störfum
á þjóðarbúinu, það mundi áreiðanlega leiða til góðs.
En fyrst og fremst óskar „Hlín“ þess, að konurnar
þroskist að andans g'öfgi og góðvild, þá verða störf þeirra
blessunarrík, hvort heldur unnið er í þrengri eða víðari
verkahring.
H. B.
Til „Hlínar".
Til okkar yfir hafið hendur rjettir
sem heilladís, er frændum sínum ann,
í öðru landi færir þú oss frjettir
af framkvæmdum, er konan heima vann.
Við alla vinnu æskuna vilt fróða,
þar er hið besta sporið stigið „Hlín“.
Að búa að sínu gerir ætíð gróða,
sem gefur heit að rætist óskin þín.
B. J. Hornfjörð, Árborg, Nýja íslandi, Can.
9