Hlín - 01.01.1942, Page 132
130
Hlin
Sitt af hverju.
Vindrafstöðvar. — Stöðvarnar ryðja sjer óðum til rúms um
land alt og reynast vel, þar sem þær eru vel hirtar og natni við-
höfð. — Kaupfjelag Eyfirðinga, sem hefur umboð fyrir Norður-
og Austurland, hefur sett upp 65 stöðvar árið 1941. — Sem betur
fer er nú að mestu leyti hætt að setja stöðina á íbúðarhúsið, farið
að steypa stöpul undir hana í húsagarðinum. — A einum stað
(Þingeyrum) er „Hlín“ kunnugt um að tækin dæla vatni inn í
húsið.
Salerni. — Hjá löndum vestan
hafs sá jeg í sveitum, þar sem
ekki var vatnsleiðsla, salerni með
þeim umbúnaði sem myndin sýn-
ir. — Ljetu þeir vel af þessari
tilhögun, engin ólykt nje óþrifn-
aður, ef salernið er vel hirt. —
En þessi salerni voru, eins og öll
þvílík tæki vestra (einnig vatns-
salerni) með loftrás (pípu) (A)
úr skálinni, er gengur út í reyk-
háfinn. (Sú tilhögun er lögboð-
in þar). Varnaði þetta að ólykt
bærist út í herbergið. — Vill
ekki einhver reyna þessa aðferð
landa okkar vestra? — A fundi
S. S. K. á Laugarvatni í vor var meðal annars rætt um hve víða
væri vöntun á góðum og vel hirtum salernum. — Upplýstist þá,
að Mjólkurbú Flóamanna hefði fyrir stuttu sett það skilyrði, ef
mjólk yrði tekin frá heimili, að þar væri salerni í góðu lagi. —
Samkvæmt upplýsingum frá Mjólkursaml. Eyfirðinga hafa sams-
konar skilyrði verið sett þar. — Þetta er ráðið til að knýja fram
endurbætur í þessu vandræðamáli. H. B.
Vinnuhjúaverðlaun. — Gleymið ekki að sækja um verðlaun
fyrir góðu, dyggu hjúin. Þau eiga það sannarlega skilið. — Það
er sótt til Búnaðarfjelags íslands. Prestsvottorð fylgi með um dvöl
hjúsins og vistaferil á nefndum stað, ennfremur vottorð og um-
sögn húsbænda hlutaðeiganda.
Kvenfjelaéið „Arsól“ á Suðureyri í Súgandafirði: — Við fram-
leiðum karlmannspeysur, karlmannsnærföt, leista og sjóvetlinga