Hlín - 01.01.1942, Side 133
Hlin
131
og seljum þaS alt hjer á staðnum. — Við eigum vefstól, lánum
hann, sjáum um húsrúm, útvegum efni. — Ofnir dreglar, gólf-
ábreiður og mottur (árið 1940 nál. 300 m.). — Saumanámsskeið
haldið 1940 og ’41. — Send ull í kembingu 8—900 kg. á ári. —
6 langprjónavjelar og 4 hringprjónavjelar til.
Búnaðarfjelag íslands hefur greitt styrk úr Verkfærakaupasjóði
1941 til tóvinnuáhalda: Vefstóla, prjónavjela, spunavjela.
Elísabet á Gili, Au.-Hún. skrifar: — Jeg seldi kaffi í.Stafnsrjett
í haust, það er áttunda haustið, sem jeg geri það, því fylgir mikið
umstang og erfiðleikar, en jeg hef svo ótrúlega gaman af að vera
þarna, að það útaf fyrir sig er mjer svo mikils virði. — Jeg hygg
að það sje ekki ofmælt, að Stafnsrjett sje einhver skemtilegasta
rjettin á landinu. — Það er hún, sem Vigfús Sigurgeirsson tók í
Islandskvikmyndina. Jeg útvegaði þeim hesta, reiðtygi o. fl. í þá
ferð. — Það er lánið, að bílfært er ekki í þá rjett, þá væri alt
gaman úti, því þá yrði fult af allskonar lýð. — Það er 5 tíma
lestaferð hjeðan.
Börn í Verkamannafötum: — Það er mjög hentugt að hafa smá-
börn í verkamannafötum við leiki sína úti við, það er bæði hlýtt
og hentugt að því leyti, að þau óhreinka ekki föt sín, svo ekki
þarf stöðugt að vanda um við þau, en alt nudd og nöldur og óþarfa
aðfinslur er bömum mjög hvimleitt og óholt.
Allir, sem geta komið því við, ættu að lofa börnunum að hafa
aðgang að sandkassa eða sandhrúgu í góðu skjóli, sunnan undir
húsvegg. Það er ótrúlegt, hve börn una við að leika sjer í sandi. —
Þau þurfa að hafa þar ýms leikföng, gera þau sjer þá í hugarlund
að þau sjeu þar með skepnur og búi búi sínu, matbúi, byggi, ferð-
ist o. s. frv.
Frá Heimilisiðnarfjelagi Neskaupstaðar í Norðfirði: — Við
höldum áfram eins og áður að koma saman stöku sinnum og taka
ofanaf ull, eins hafa fjelagskonur komið saman og lagað stopp-
teppi í fjelagi. — Það sem framleitt er, er sem hjer segir: Stopp-
teppi, leistar, peysur, nærfatnaður kvenna og barna, barnasokk-
ar og karlmannssokkar, alt selt hjer á staðnum til kaupmanna og
til fjelagskvenna. — Altað 16 fjelagskonur vinna að þessu og 4—
6 prjónakonur. — S. 1. vetur voru gerð 16 stoppteppi, 23 kven-
nærföt, 49 pör barnasokkar, 11 pör karlmannssokkar. — Mörg
heimili komast ekki yfir það að vinna nærföt og sokkaplögg á
9*