Hlín - 01.01.1942, Síða 137
Hlin
135
Fjelagið hefur hjálparstúlku á sínum vegum. — Fjelagið sjer
um starf hennar að öllu leyti og greiðir kaup hennar að hálfu
á móti hreppnum.
I skrúðgarði Skallagríms (kingum haug S.) hefur verið mikið
unnið þetta ár: Steypt gróðurhús, góðri vatnsveitu komið í garð-
inn og miklar umbætur í aðsigi. — í þorpinu er búsett ágæt garð-
yrkjukona og annast hún um garðinn fyrir fjelagið.
Úr Miklaholtshreppi er skrifað: — Við höfum haft fundina
heima hjá okkur til skiftist í vetur. Jeg er nýbúin að fara á fund
suður á sveitarenda, sem er þriggja tíma ferð, og fór jeg á klárn-
um mínum. Jeg var eins og nýsleginn túskildingur um kvöldið
þegar heim kom, að hafa farið á hestbak og hitt blessaðar kon-
urnar, sem sóttu fundinn svo vel. — Við stöndum allar sem einn
og það er það góða. M.
Úr BreiSdal er skrifað: — Mikill fengur er okkur konunum að
Vefnaðarbókinni, sjerstaklega þeim sem um vefnað hugsa og þeir
verða fleiri og fleiri með ári hverju. — Hjer í sveit hefur t. d.
verið ofið með Iangmesta móti í vetur. Það er búið að vefa 12
bekk- og rúmábreiður, og eftir eru 10 eða 11, sem á að vefa í vor.
Auk þess hafa verið ofin handklæði, gólfdregill, grisja og nokkrir
vefir, bæði úr bandi og tvisti, til íverufatnaðar og í rúmfatnað. —
Það eru bæði karlar og konur, sem vefa. Sumir karlmenn vefa
bekkábreiður og fleira af útvefnaði. — Jeg hef altaf verið hrifin
af vefnaði, og hjer heima var ofið á hverju ári meðan jeg var að
alast upp. — Þó lærði jeg ekki að vefa þá, það þótti ekki ungl-
ingsverk, en á seinni árum hef jeg dálítið stundað vefnað. —
Kvenfjelagið okkar, „Einingin“, er 30 ára á þessu ári; Þ.
Aí Norðurlandi er skrifað: — Jeg var á ferð hjerna um daginn
þar sem verið var að vinna að vegagerð. — Jeg sá að þar unnu 2
ungar stúlkur, þær unnu rösklega, og þar unnu líka margir karl-
menn, sumir unnu rösklega, sumir stóðu og ræddust við. —
Verkstjórinn kom upp í bílinn og varð samferða um stund. —
„Hvað geldur þú stúlkunum hátt kaup?“ spurði jeg. — „Sem
næst % móti karlmönnunum, ef þær eru duglegar". — „Er þeirra
vinna greidd eftir sjerstöku mati?“ var spurt. — Verkstjórinn
játti því. — (Kaup karlmanna er ekki greitt þannig).
Annar verkstjóri hafði orð á því, að stúlka, sem hann hefði í
vegavinnu, væri svo dugleg og afkastamikil, að hún ynni fullkom-