Hlín - 01.01.1942, Qupperneq 139
Hlin
137
Þetta er saxað tvisvar sinnum í söxunarvjel, látin sín skeiðin af
hvoru í vjelina. Hrært vel saman með ofurlitlu af hveiti og lagað-
ar kökur, sem eru svo brúnaðar á pönnu, og stráð lítilsháttar
kryddi yfir, dálitið af vatni helt á hverja pönnu. — Bornar á borð
með heitum kartöflum og brúnni sósu. — Þegar hafðir eru í þetta
beinbitar, eru beinin soðin og búin til af þeim kartöflusúpa.
Fáar mataruppskriftir, sem jeg hef eignast, hafa hlotið jafn-
miklar vinsældir á mínu heimili og saltkjötsbuffið hennar Rann-
veigar Líndal. — Þar að auki er mjög auðvelt og fljótlegt að búa
það til og að mínu áliti ódýr kjötrjettur. (Á sama hátt er búið til
buff úr nýju kjöti og saltfiski). S. J.
Ur kauptúni á Vesturlandi er skrifað: — Jeg var um tíma hjá
bróður mínum og mágkonu uppi í sveit í vetur. Þau eru tvö ein
með fjögur smébörn. — Það virðist ekki vera mikil afkoma, síst
ef eitthvað ber út af leið. — En nú er ekki fólk að fá í sveitirnar,
hvað sem í boði er, síst að vetrinum. Það er sárt að sjá sveitaheim-
ilin sumstaðar fara alveg í eyði, og hjónin víða tvö ein að berjast
áfram. — Þarna hjá bróður mínum, sem jeg var í vetur, voru
hjónin tvö ein við heyskapinn í sumar. En með sínum dugnaði og
atorku náðu þau upp miklum heyjum, og þau höfðu svo mikla
garðrækt að undrum sætti. — Yfirhöfuð er afkoman miklu betri
en nokkur líkindi eru til. — Búið væri líka orðið stórt, ef mæði-
veikin hefði ekki höggvið skarð í fjárstofninn. — Kúabú hafa þau
gott, þó það sje minni hagnaður af því en þar sem mjólkursala
er, þó að smjörið sje selt dýrt.
Frá kvenfjelaginu í Laxárdal í Skagaf jarðarsýslu: — Minning-
arsjóður síra Arnórs Árnasonar og frú Ragnheiðar Eggertsdóttur
í Hvammi var í vor 1000 krónur. — Á haustfundi fjelagsins sendi
kona, sem er þó ekki í fjelaginu, sjóðnum 50 krónur. — Fundar-
konur bættu þá í sjóðinn 200 krónum. — Þessi sjóður á að verða
til að bæta kjör fátæks fólks, sem verður fyrir veikindum, en
þiggur ekki af sveit, einkum þeirra, sem þurfa að leita sjer lækn-
inga út úr hjeraðinu. — Skipulagsskrá verður samin fyrir vorið
næstkomandi. — Fjelagið hafði hálfs mánaðar handavinnunáms-
skeið fyrir telpur 8—14 ára, og er þetta 4. árið sem fjelagið veitir
þessa fræðslu.
Svo var Sigríður á Sævarlandi, fyrrum forstöðukona fjelagsins,
gerð að heiðursfjelaga. Þótti okkur vænt um að geta á einhvern
hátt vottað henni þakklæti fyrir alt sem hún hefur á sig lagt fyrir
þennan fjelagsskap bæði fyr og síðar. E.