Hlín - 01.01.1942, Side 140
138
Hlín
Úr Biskupstungum er skrifað veturinn 1942: — Helstu nýjung-
ar hjer, að nú eru rafljósamillurnar mikið að ryðja sjer til rúms
og þykja mjög góðar. — Munt þú einna fyrst, að mig minnir, hafa
vakið athygli á þeim í „Hlín“. K. S.
Úr Gaulverjabæjarhreppi er skrifað: — Vindrafstöðvar eru
sem óðast að breiðast út hjer, hafa komið í vetur á nokkra bæi í
minni sveit. Þær koma eflaust víðar, margir hafa áhuga fyrir
þeim.
Úr Miklaholtshreppi er skrifað: — Kvenfjelagið okkar hefur
lítið starfað í vetur, þó hefur það varið fje til og gengist fyrir jóla-
glaðningi til fátæks heimilis í sveitinni, svo sem áður. Einnig hef-
ur það staðið að rekstri spunavjelar á sama hátt og undanfarið.
I þriðja lagi hjelt það skemtisamkomu um hátíðarnar til fjáröfl-
unar og aðra í þorrabyrjun (svokallað þorrablót), þar sem öllum
f jelagskonum og mönnum þeirra var gefinn kostur á að koma sam-
an og skemta sjer ókeypis, enda mest lagt upp úr að fólkið sjálft
legði sig fram um að vera skemtilegt. Það var sameiginlegt borð-
hald, sungið og ræður fluttar og síðan dansað til morguns. Og var
þá ekki laust við að unga fólkið færi að bera okkar hátterni sam-
an við sitt. — Þessi samkoma var mikið rómuð og skemtileg og
væri til fyrirmyndar öðrum, það eyðir sundrung og vetrarmyrkri
að koma saman og gleðja sig frjálslega eina nótt á vetri.
Það sem mest er um vert er að kvenfjelagið gaf kirkjunni á Fá-
skrúðsbakka útskorinn skírnarfont eftir Ríkarð Jónsson, mjög
fallegan grip.
Mig langar nú mikið til að fá einn hinna nýju spunarokka frá
Sigurjóni í Forsæti í Flóa. — Sonur minn, sem heima er og fer að
búa á næstunni, segist ætla að rafvirkja, lýsa og hita hjá okkur
gömlu hjónunum, og þá get jeg fengið rafmagn til að knýja rokk-
inn með, jafnframt hitanum og ljósinu, sem er nú mjög gott, þegar
manni deprast sýnin. Getur þá kannske farið svo, að jeg verði
duglegri við heimilisiðnaðinn í ellinni en áður. — Þetta eru nú
mínir dagdraumar, og ef þeir rætast er ómögulegt að segja:
„Heimur versnandi fer“. G. G.
Af Síðunni í V.-Saft. er skritað á útmánuðum 1942: — í Kven-
fjelaginu „Hvöt“ eru nú 25 konur, sem sagt flestar konur af fje-
lagssvæðinu. Við höfum fáa fundi á ári, en sækjum þá vel. Sam-
vinna er ágæt. — Stjórnin sú sama öll árin. — Þessi fjelagsskapur
hefur gert mikið gagn. — Við höfum haft saumanámsskeið á