Hlín - 01.01.1942, Qupperneq 142
140
Hlin
ar hefur nágranni minn smíðað í vetur. — Vindrafstöðvar eru
víða komnar. G. J.
Kvenfjelagið „Eininé", Holtahreppi, Ranéárvallasýslu: — í fje-
laginu eru 26 konur. — Gerðir fjelagsins hafa nú um tíma snúist
um hjólparstarfsemi, því ýmsar konur hafa átt við erfiðleika að
búa sökum veikinda, höfum við leitast við að ljetta undir byrði
þeirra á ýmsan hótt.
Það er víst furða hvað unnið er af heilimisiðnaði á bæjunum
eftir mannafla, er það vitanlega því að þakka, hve ört tóvinnuvjel-
unum fjölgar. Hjer í hrepp eru fjölda margar prjónavjelar og víst
3 spunavjelar, og svo eru hinir nýju 1—5 þráða spunarokkar Sig-
urjóns í Forsæti óðum að breiðast út, þeir eru fyrirferðarlitlir og
handhægir, alveg snild að hafa þá þar sem rafmagn er til að snúa
þeim, þó það þurfi sjerstakan mótof.
ÞaS sem unnið er eru plögg til handa og fóta, nærfatnaður og
peysur á konur og karla, unga og gamla, og ýmislegt fleira.
S. S.
Sjóðir Kvenfjelaésins „Von“ á Þingeyri: — 1) Aðalsjóður kven-
fjelagsins við síðustu áramót (1940) kr. 3001.00.
2) Gistiskýlissjóður við síðustu áramót (1940) kr. 2020.00.
3) Árið 1929 hafði fjelagið með höndum sjóð ,er bar nafn
„Minningarsjóður Viggós Jenssonar". — Þessi sjóður var að upp-
hæð kr. 600.00 og var, og er enn, í Sparisjóðnum hjer. — Þessi
upphæð var fyrir minningarspjöld, sem foreldrar drengsins gáfu
kvenfjelaginu og óskuðu eftir að þau yrðu höfð til sölu, sem líka
var gert. — Kvenfjelaginu kom saman um að verja þessum sjóð
til sundíþrótta í einhverri grein, verðlauna t. d. bestu sundmenn
hjer. — Frá þessu sjónarmiði var íþróttafjelaginu „Höfrung“ af-
hentur þessi sjóður. — Vonum við að þessi litli sjóður vaxi svo,
að hann nái tilgangi sínum síðar.
4) Minningarsjóður Auðar Vjesteinsdóttur frá Haukadal. —
Þessi sjóður var stofnaður hjer 1930. — Þá voru liðin 1000 ár
frá því Gísli Súrsson settist að í Haukadal.
Sjóður sá, sem ber nafn Auðar, hefir það markmið að hlúa að
þeim, sem gamlir eru orðnir og eiga fáa eða enga að í lífinu. — En
er þessi sjóður fátækur. — Eignirnar eru þessar: Hjer í spari-
sjóðsbók kr. 1833.00. Við Söfnunarsjóð íslands kr. 700.00. Alls
kr. 2533. G. B,