Hlín - 01.01.1942, Side 143
Hlin
141
Á greinum þegar glaðir fuglar óma,
í gljúfri hjalar foss um sumarstund
og strönd og hlíð í logaskrúði ljóma
og laufgum mötli skrýðist fósturgrund,
hvað hrífur meira hjartans duldu strengi,
hvar heyrist betur Drottins blíða mál.
Jeg finn Guðs andi vakir yfir vengi
og veitir ljósi í hverja þreytta sál.
Ó, fagra kvöld, er gullnar stjörnur glitra
og gyllir himin norðurljósafjöld,
í mánaskini fölva tíbrá titra
og töfragleði ofin skýjatjöld.
Með djúpri lotning læt jeg hugann skoða
langt í fjarska bjartan undrageim,
þar sje jeg skína mildan morgunroða
og mjúkan blæinn vekja gleðihreim.
A. K.
Vorkvæði.
Brosa lömb á bala grænum,,
brosir hjörð í haga vænum,
brosir fugl á kvisti hverjum
kætast máfar út hjá skerjum,
brosir alt á brjóstum Ránar,
brosir lind, er fönnin hlánar,
brosir alt, sem brosað getur,
brosir nú hjá Helju Vetur.
Jóra.
Birtuvísur.
„Hann Njörður var ættaður utan frá sjó,
en ofan úr dölum hún Skaði“.
St. G. St.
Geislum baða bjargastól
bjartar, glaðar nætur,
yndi laðar árdagssól,
engin Skaði grætur.
Birtan stafar borg og sund,
bárutraf er fjörður,
er því vafinn unaðsstund
út við hafið Njörður.
S. R. S.