Hlín - 01.01.1942, Page 144
142
Hlin
Stökur.
Þegar alt er orðið hljótt
og allir sofa í næði,
syngur þú um svarta nótt
sólargeisla kvæði.
Gyðja þar á gullnum stól
greiðir lokka bjarta,
hún hefir eflaust átt sjer ból
upp við sólar hjarta.
En ef fer að fjúka í skjól
og flýr oss gleðin bjarta,
ó, að við mættum eiga ból
upp við sólar hjarta.
Þegar skelfa skuldarbönd
og skruggur nornarinnar,
bregð jeg mjer í betri lönd
á bifreið vonarinnar.
Siéný Friðriksdóttir.
Gömul þula.
Tíu ára tel jeg barn,
tvítugur ungdómsgjarn,
þrítugur þroskahraður,
fertugur fullþroskaður,
fimtugur í stað stendur,
sextugur elli kendur,
sjötugur eldist hraður,
áttræður gamall maður,
tíræður grafarsáð.
Höfundur ókunnur.
Til „Hlínar“.
Oft það barst að eyrum mín, er þín vænti mengi:
„Ekki kemur ennþá Hlín, ósköp dregst það lengi“.
Kær er öllum koma þín, kætir og vermir huga,
í fjórðung aldar hefur „Hlín“ heimilunum dugað.
Útsölukona.