Melkorka - 01.05.1944, Blaðsíða 2

Melkorka - 01.05.1944, Blaðsíða 2
MAL OG MENNING Bókmenntafélagið Mál og menning hefur starfað síðan 1937, gefið út 25 félagsbækur, er kostað hafa samtals aðeins 100 krónur. A síðasta ári gaf félagið út þrjár tuttugu arka bækur fyrir 25 krón- ur: Mannkynssögu eftir Ásgeir Hjartarson, Þrúgur reiðinnar I, skáldsögu eftir Steinbeck, og Tímarit Máls og menningar. Athygli skal vakin á tveim bókum, sem Mál og menning hefur gefið út til sölu á frjálsum markaði: Fagrar heyrði eg raddirnar og Char- cot við Suðurpól. Hin síðari er nýkomin út, og segir hún frá ævin- týralegri ferð hins heimsfræga franska vísindamanns til Suður- pólsins. Annað bindi af íslenzkri menningu, eftir Sigurð Nordal, kemur út í haust. Hafið þið athugað, hvað fyrsta bindið kostaði: aðeins 15 krónur, og bókin er 45 arkir með fjölda mynda. Mál og menning hefur ákveðið útgáfu á hinu fræga skáldverki, Jean Christophe eftir Romain Rolland, og hefur Þórarinn Björnsson, kennari á Akureyri, tekið að sér þýðinguna. Þá hefur Mál og menning í undirbúningi að gefa út stórt rit, Undur veraldar, sem gefur einstaklega ljósa hugmynd um nútíma vísindin, sögu þeirra og framtíðarhorfur. Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 19, hefur til sölu allar ís- lenzkar bækur, sem fáanlegar eru, alls konar ritföng og skólavörur, ennfremur fjölbreytt úrval af erlendum bókum. Allur ágóði af verzluninni rennur til útgáfustarfsemi félagsins og hjálpar til að gera bœkur þess ódýrari. MÁL OG MENNING Laugavegi 19 . Sími 5055 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.