Melkorka - 01.05.1944, Qupperneq 4

Melkorka - 01.05.1944, Qupperneq 4
Ný skáldsaga um lífskjör íslenzku sveitakonunnar: FJALLIÐ OG DRAUMURINN eftir ÓLAF JÓH. SIGURÐSSON Ólafur Jóh. Sigurðsson er ungur rithöfundur, sem menn hafa gert sér miklar vonir um, frá því hann birti fyrstu bók sína, aðeins 17 ára gamall. Eftir hann eru áður komnar út, auk barnabóka, tvær skáldsögur og eitt smásagnasafn. FJALLIÐ OG DRAUMURINN hlýtur að vekja athygli vegna þess, hve hókin er ó- venjulega vel skrifuð af jafn ungu skáldi. FJALLIÐ OG DRAUMURINN er safarík bók, Ijóðræn í stíl, fögur að máli. Bókin er í stóru broti 432, þéttletraðar síður, vönduð að prentun og öllum frágangi. FJALLIÐ OG DRAUMURINN fæst í öllum bókaverzlunum, en Bókabúð Máls og menningar hefur bókina í umboðssölu. Heimskringla h.f. ÞÚSUND OG EIN NÓTT í hinni sígildu þýðingu Steingríms Thorsteinssonar er að koma út í nýrri skrautlegri útgáfu með yfir 300 myndum. Bókin verður í 3 bindum. Fyrsta bindið kom út fyrir jól ÞÚSUND OG EINNI NÓTT verður varla betur lýst en með orðum þýðandans, Stein- gríms skálds Thorsteinssonar: „Frásögnin er skýr, einföld og lifandi, og sögunum aðdáanlega niSur raSaS; þær eru eins og marg- litar perlur, sem dregnar eru upp á mjóan þráS. Sögunum er svo skipt, að þær hætta í hvert skipti, þar sem forvitni lesandans er mest, svo hann hlýtur aS halda áfram eins og sá, sem villist inn í inn- dælan skóg og fær ekki af sér að snúa aftur, heldur gengur áfram í unaðssamri leiðslu. Imyndunin leikur sér þar eins og barn, jafnt að hinu ógurlegasta sem hinu inndælasta, og sökkvir sér í djúp sinnar eigin auðlegðar, en alvara vizkunnar og reynslunnar er annars vegar og bendir á hverfulleik og fallvelti lífsins, sýnir ætíð, hvernig hið góða sigrast á öllu, og hið illa á sjálfu sér.“ ÞÚSUND OG EIN NÓTT hefur tvisvar komið út áður, en þó verið uppseld í mörg ár og komizt í geipihátt verð. Hún er ein af þeim bókum, sem eru lesnar upp til agna. Bókabúð Máls og menningar tekur á móti pöntunum frá þeim, sem vilja tryggja sér ÞÚSUND OG EINA NÓTT. -— Nokkur eintök af 1. bindinu eru til í skinnbandi. — Bæði síðari bindin koma út á þessu ári. Bókaútgáfan Reykliolt MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.