Melkorka - 01.05.1944, Page 9

Melkorka - 01.05.1944, Page 9
heimilisstörfin þeim starfsaðferðum, sem arðbcer- ar reynast við önnur fyrirtœki, eða eru einhverjir aðrir möguleikar til að tryggja þeim, sem slík störf vinna, launakjör og frítíma sambœrilegan við aðrar atvinnustéttir, og á ég þá bœði við hás- mœður og starfsstálkur. Launakjör og aöbúnaður starfsstúlkna hefur sem kunnugt er allt fram á síðustu ár verið mjög bágborin. Og nú, þegar skorturinn á starfsstúlk- um hefur orðið til þess að bæta aðbúð þeirra, eru húsmæðurnar, sem ekki hafa ráð á að greiða hið háa kaupgjald, að örmagnast við vinnu sína. Samkvæmt niðurstöðum þýzks pró- fessors, var árið 1930 vinnutími húsmæðra á verkamannaheimilum og húsmæðra í sveit um 12%-—30% lengri en eiginmanna þeirra. Það mun enginn véfengja, að eitthvað slíkt eigi sér stað hér á landi, þar sem aðstæður húsmæðra eru sízt betri hvað þægindi snertir. Færar leiðir til þess að létta heimilisstritið virðast vera aðallega tvær: 1) að flytja tœknina inn á heimilin. 2) að flytja störjin út af heimilunum. Hin frjálsa samkeppni hefur þegar bent okk- ur á báðar þessar leiðir. Tæknin hefur flutzt inn á hin auðugari heimili (bónvélar, þvottavélar, hrærivélar) um leið og störfin hafa flutzt út af þeim (brauðgerð, þvottar, matarframleiðsla). Hin fátækari heimili hafa að mestu leyti farið varhluta þessara þæginda. — Vinnukraftur hús- móðurinnar hefur verið svo lágt metinn, en framleiðslan (þar sem alls staðar er unnið með gróðafyrirkomulagi) hinsvegar svo dýr, að hin auðminni heimili hafa hingað til lítið getað / sjál/virkum hvottavélum mœtti láta heita vatnið þvo — — og einnig þurrka þvott- inn. Myndir frá sœnsku samvinnu- þvottáhúsi notað sér þá hjálp, sem véltæk þvottahús og mat- arframleiðsla í stórum stíl á annars að geta veitt þeim. En þar, sem vinna giftra kvenna utan heimilis hefur verið algengari en hér á landi, hafa menn þó snemma neyðzt til ýmissa félags- legra aðgerða á þessu sviði (styrkur til barna- garða, almenningsþvottahús og almenningsmötu- neyti) vegna þeirra vandræða, sem annars hlut- ust af. Stríðið hefur nú neytt konur annarra landa til samvinnu um heimilisstörfin og hið opinbera hefur orðið að skerast í leikinn, til þess að losa þann gífurlega vinnukraft, sem farið hefur í smádútl á heimilunum til annarra starfa, sem rík- inu hafa verið talin nauðsynlegri, sem sé stríðs- framleiðslunnar. Stríðin hafa orðið til þess að sýna, hve miklu konan getur afkastað og hve arðbær vinnukraftur húsmóðurinnar getur orðið. Húsmæðurnar eru að vakna til meðvitundar um sjálfa sig sem atvinnustétt. — En því arðbœrari sem hver vinnuklukkustund annarra stétta verð- ur vegna aukinnar vélanotkunar og því fleiri at- vinnustéttir, sem fá viðurkenndan rétt til ákveð- inna frístunda og ákveðins orlofs, því skýrar liljóta menn að sjá, að það þarf gagngerðar ráð- stafanir til þess að þeir, sem heimilisstörf vinna, fái einnig notið slíkra fríðinda. Það er gagnslaust að segja, að atvinnuvegirnir beri ekki slíkt býlífi. Ef þeir bera það ekki, staf- ar það af því, að vöxtur þeirra er heftur í þjóð- félagsgallanum. Á þingi, sem enskar verkakonur héldu á síð- astliðnu hausti, var samþykkt nokkurskonar rétt- indaskrá húsmæðra, sem sett var saman eftir óskum, sem þúsundir kvenna víðsvegar um land- MELKORKA 5

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.