Melkorka - 01.05.1944, Side 10
ið höfðu borið fram. Helztu atriðin voru þetta:
1) Hentug heimili, sem spara vinnu og eru mið-
uð við þau verk, sem þar eru unnin, og sniðin
eftir þörfum og daglegu lífi fjölskyldunnar.
2) Gott heilbrigðiseftirlit, sem sér vel fyrir hin-
um sérstöku þörfum mæðra og barna.
3) Félagslegt öryggi fyrir eiginkonu og móður,
eins og aðra meðlimi fjölskyldunnar.
4) Launauppbót miðuð við ómegð.
5) Starfsstúlknamiðstöð, þar sem hægt er að fá
tímahjálp á heimilin, aðstoð í forföllum hús-
móður o. s. frv.
6) Fleiri leikskóla og dagheimili.
7) Nægilegar fæðubirgðir undir opinberu eftir-
liti, til þess að koma í veg fyrir vörusvik og
arðrán.
8) Orlofsréttindi.
9) Fleiri matsölustaði og þvottahús rekin af hinu
opinbera.
í réttindaskránni koma í raun og veru fram
fjögur ákveðin stefnuatriði:
a) að flytja tæknina inn á heimilin (1 og 5),
b) að flytja sum störfin út af heimilunum og
skipuleggja framkvæmd þeirra á samvinnu-
grundvelli, ef til vill með styrk og fyrir-
greiðslu hins opinbera (krafa 5 og 9),
c) að húsmæður verði viðurkenndar sem at-
vinnustétt, og þeim tryggð laun og félagslegt
öryggi samkvæmt þörfum stéttarinnar (krafa
2, 3, 4, og 8),
d) að hin frjálsa samkeppni um framleiðsluna
verði numin úr gildi og framleiðslan miðuð
við þarfir heimilanna (krafa 7).
Áðan bað ég ykkur að hafa tvennt hugfast
um heimilsstörfin. 1: „lögmál“ hinnar jrjálsu
samkeppni. 2: Það að þjóðjélagið hejur þegar
viðurkennt á mörgum sviðum, að sé slíkt lögmál
látið gilda, þurji ýmiskonar jélagslega verndun
einstaklinganna.
I sambandi við fyrra atriðið hef ég þegar
bent á, að hin fjárhagslega framrás hefur varð-
andi auðugri heimili þegar bent okkur á tvær
leiðir til notkunar tækninnar í þágu heimilis-
starfanna, sem sé: 1) að flytja tæknina inn á
heimilin, 2) að flytja störfin út af heimilunum.
í sambandi við viðurkenningar þjóðfélagsins
á félagslegum aðgerðum á þessu sviði, skulum
við hafa það hugfast, að þar hefur sú leiðin,
að flytja störfin út af heimilunum reynzt færari,
vegna þess að hún er ódýrari. Slíkar félagslegar
aðgerðir eru í raun og veru viðurkenning þess,
að „lögmál“ hinnar frjálsu samkeppni sé ekki
lengur einhlítt um dreifing vörunnar. í kröfum
hinna ensku húsmæðra kemur einnig fram ósk
um, að hin frjálsa samkeppni á sviði framleiðsl-
unnar sé numin úr gildi, þar sem þær krefjast
eftirlits, sem komi í veg fyrir vörusvik og arð-
rán. En þegar öllu er á botninn hvolft, er þetta
undirstaða þess, að hinar kröfurnar verði upp-
fylltar.
Beveridge, spekingur hinna ensku félagsmála,
hefur tekið fjárhagslega og félagslega aðstöðu
húsmóðurinnar til íhugunar og má þar finna
margar bætur úr góðu efni. En ókosturinn er, að
öll áætlunin fer úr skorðum, þegar ofvöxtur
hleypur í drenginn (framleiðsluöflin). Það reyn-
ir þá svo mikið á „gallann“ í heild, að það trosn-
ar út frá bótunum og hætta er á að þær detti al-
veg af. Afturkippur og kyrking hleypur í dreng-
inn — atvinnuleysi og deyfð skapast í þjóðfé-
laginu. — Áætlun Beveridge þolir sem sé ekki
atvinnuleysið, sem er afleiðing þess, að hinn vax-
andi líkami er heftur í svo þröngri flík.
Þið húsmæðurnar eigið hyggindi, sem í hag
koma, og munið því spyrja. Væri ekki miklu
skynsamlegra að nota allt þetta ágæta efni, sem
í hæturnar fer til þess að sníða nýja flík eftir
vexti þess, sem á að bera hana? Þið vitið, að
fat, sem sniðið er úr heilum voðum, er sterkara
en hitt sem sárað er saman úr ótal bótum. Það
er skynsamlegt að bæta gallann, svo að drengur-
inn ofkælist ekki. En um leið og efni er fyrir
hendi er hyggilegast að sníða nýja flík og hafa
hana vel við vöxt, svo að einhverjar smábreyt-
ingar megi gera á sniðinu. Við skoðum tízku-
blöð eða teiknum upp sniðið um leið og við höf-
um kynnt okkur efnið. Á sama hátt verðum við
að gera okkur grein fyrir, hvernig þjóðfélags-
flíkin á að vera, og ber konunum þá ekki sízt að
gera sér grein fyrir hverfunni sem að heimilun-
um og afstöðu kvennanna snýr.
Snið þjóðfélagsins gœti verið þannig:
6
MELKORKA