Melkorka - 01.05.1944, Síða 11

Melkorka - 01.05.1944, Síða 11
ÞAGNARMUR Eftir Guðfinnu Jónsdóttur frá Hömrum Við fundurn þann tón er hreyfir höf og hrœrir klettinn eins. En fegurÖin stundum fölskvuð er í fári haturs og meins. Og saman við hlóðum háan múr úr hljóði hins kalda steins. Við lögðum í grunninn þögn við þögn er þyngri björgum var, og hrafntinnumálm og helluflís í hraunstorku bundum þar, unz örlagagrjótsins mikla múr á milli okkar bar. Og Ijósflóðið braut á bjargsins egg; þar bergmálið fann ei stað. Er draumurinn skœr við dranginn hneig einn dag við jundum það: sú skapaþögn er skildi okkar brjóst hún skilur veraldir að. En fyrir einum ómi á förð hver íshrönn brestur um þvert. Oll hamravirki hrynja í grunn og liatursvígi hvert, sem ástúðin sjálf í orðsins ham fœr öflugum vœngjum snert. Fyrir hljómstafnum titrar heljarþögn, sem hnatta milli er. En aldrei brotnar sá bölvi múr, sem brœðralag þjóðum ver, meðan ómurinn sá er jlytur fjöll er fangi í brjósti þér. _y 1) Framleiðslan er skipulögð og miðuð við hag heildarinnar. 2) Allir vinnufærir þjóðfélagsþegnar, jafnt kon- ur sem karlar, verða að inna af hendi arðbær störf í hag heildarinnar og er um leið tryggð- ur réttur til slíkra starfa, eða réttur til stöð- ugrar vinnu. 3) Fyrir það fá þeir laun miðuð við þarfir og afköst, ásamt tryggri afkomu, ef þeir verða heilsulausir, eða óvinnufærir á einhvern hátt. Hverfan, sem að heimilunum og húsmæðrun- um snýr, yrði þá þannig: 1) Að konum væri gert kle'ift að velja um störf utan heimilisins og húsmæðrastarfið, sem yrði þá viðurkennt sem arðbært og launað. Á því sviði sem öðrum væri tæknin hagnýtt sem bezt. 2) Barnafæðingar væru taldar nauðsynlegar þjóðfélaginu og konunni því greitt kaup í fjarvist sökum barnsburðar, ef hún ynni utan heimilisins, en styrkur til uppeldis barnsins, ef hún ynni á heimilinu, og væri hann þá tal- inn kaup fyrir störf móðurinnar við hirðingu og uppeldi barnsins. Hvor störfin væru gerð aðgengilegri af þjóð- félagsins hálfu hlýtur að miðast við: a) hvor leiðin er talin heppilegri fyrir upp- eldi barnsins. b) hvor leiðin er talin miða að meiri ein- staklingsþroska konunnar. 3) Framleiðsla matar í stórum stíl yrði skipu- lögð og möguleikar veittir á því að velja um, hvort menn neyttu fæðunnar heldur heima eða heiman. Starfsstúlknamiðstöð með sér- menntuðum vinnukrafti yrði komið á fót, svo að þær konur, sem taldar væru hæfari til ann- arra starfa eða kysu þau heldur, gætu fengið heimili sín ræst og mat þar fram borinn. Vél- tækum þvottahúsum yrði komið upp. Leik- skólar yrðu alls staðar stofnaðir í fjölmenni. 4) Byggðahverfum væri komið á fót, þar sem bændurnir hefðu samvinnu um jarðyrkjuvél- arnar og húsmæðurnar um þvottahús og mat- vælaframleiðslu, og gætu þar sem annars staðar valið um, hvort þær ynnu heimilisstörf eða almenn jarðyrkjustörf. Eg býst við, að við séum allar sammála um, að mörgu sé ábótavant um heimilisstörfin og að margra breytinga þurfi við. Á því sviði ættu all- MELKORKA 7

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.