Melkorka - 01.05.1944, Qupperneq 17

Melkorka - 01.05.1944, Qupperneq 17
ir neyta vitsmuna sinna til að athuga aðstæður og úrræði og reynist háskinn óumflýj anlegur, taka menn örlögum sínum oftast nær æðrulaust, en veita þó viðnám í lengstu lög. 011 þekkjum við ótal sögur og sagnir um snarræði og dug fólks, sem í raunir hefur ratað, og er því óþarft að orðlengja frekar um það. Viðhorfið er allt annað, þegar hræðslan er huglæg, sem oft vill verða, því mannkyninu hættir við að misnota hræðsluna eins og svo margt annað. Við hræðumst það, sem engin á- stæða er til að óttast, við geymum minningar um afstaðnar skelfingar og endurvekjum kennd- ina aftur og aftur í ennþá ægilegri myndum. Við hræðum okkur sjálf og látum aðra hræða okk- ur. Þegar hræðslan er sprottin af eigin ímynd- un eða orðin til fyrir áhrif eða áróður frá öðr- um, á skynsemin erfitt um vik. Mönnum hættir til að gefa sig hræðslunni á vald og hegða sér áþekkt heilalausa kettinum, sem frá var sagt. I upphafi greinarkorns þessa sagði ég frá myrk- fælninni, sem ásótti mig í bernsku. Annað dæmi, sem þið getið reynt sjálf, gerir ef til vill ennþá ljósara, hve æsandi ímyndunin verkar á hræðslu- kenndina og hvert átak þarf til að beita vitsmun- unum gegn Thalami. Ef við leggjum mjóan planka á grasflöt erum við hvergi smeyk að hoppa eftir honum endilöngum á einum fæti, hvað þá að ganga hann eða hlaupa. En ef við leggjum þann hinn sama planka yfir árspærnu eða gil, er viðhorfið annað. Óðar en við erum að því komin að stíga fyrsta sporið, er ímynd- unaraflið búið að steypa okkur á bólakaf í vatn- ið eða rota okkur í gilbotninum, við verðum hrædd, þorum ekki að feta brúna, og viljaátak þarf til að hleypa í sig kjarki. Nú er það vitan- legt, að aðgæzlu er þörf, þegar ganga á mjóa brú, svo óttakenndin er fyllilega réttmæt varúð- arráðstöfun, en hjá þeim lofthrædda keyrir geðs- hræringin svo úr hófi, að skynsemin kemst ekki að til að benda á, að bjálkinn sé traustur og brúin trygg. Lofthræðsla mannsins getur átt rót sína að rekja til þess, að hann hafi einhverntíma dottið úr nokkurri hæð eða honum legið við að hrapa, en hún getur líka verið orðin til fyrir áhrif frá öðrum, til dæmis á þann hátt, að hann „ ... ajstaða margra kvenna til sósíalismans er afar áþekk viðhorji myrkhrœdds barns til dimmra jjárhúsdyra________“ hafi hrokkið skelfdur við, er móðir hans varð á að kalla hastarlega til hans að detta ekki, er hann var óttalaus að príla upp um borð og bekki í bernsku, og enn getur orsökin verið síendur- teknar aðvaranir um að gæta sín. En hver svo sem orsökin er, leynist minningin um skelfing- una eða kvíðann í undirvitund hans og brýzt út sem ofsahræðsla í hvert sinn, er á vegi hans verða áþekk atvik. Þessu mætti líkja við ofnæmi og nefna andlegt ofnæmi. En ofnæmi er eins og kunnugt er í því fólgið, að líkamsástandi þess, er því er haldinn, er þannig farið, að sérstök efni, sem lítil eða engin áhrif hafa á ónæma, valda honum sjúkdómsfyrirbrigða, svo sem eksem, asthma o.þ.u.l. Þannig eru sumir svo ofnæmir fyrir köttum, að lyktin ein, sem hraustir menn varla finna, eða í hæsta lagi hnyssa að, framkall- ar hjá þeim ákafan krampa í ósjálfráðum vöðv- um lungnapípnanna, eða m. ö. o. þeir fá asthma- kast. Viðbragð hins ofnæma er fyllilega réttmætt, en úr hófi ák'aft. Meðferð ofnæmisins er í því fólgin að finna fyrst og fremst, hvert efnið sé, sem saknæmt reynist, en síðan er örlitlum skammti þess, sem svo er aukinn smátt og smátt, dælt inn í sjúklinginn, þar til líkami hans hefur vanizt því svo, að viðbragð verður hóflegt. Sé þessa ekki kostur, er eina ráðið að forðast að koma í námunda við hið saknæma efni. Fáir eru svo heimspekilega þenkjandi, að þeir engin óttasvið eigi. Fyrir aðgerðir mannkynsins og hugarburð þess eru hættusvæðin orðin svo mörg í heiminum, að varla er nokkur sá hlutur til eða hugtak svo smávægilegt, að ekki geti það orðið einhverjum vitandi eða óvitandi að ótta- eða áhyggjuefni. En hvort andlegt ofnæmi af því leiðir, fer eftir stillingu og dug. Menn eru hrædd- MELKORKA 13

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.