Melkorka - 01.05.1944, Síða 19

Melkorka - 01.05.1944, Síða 19
og óbeint að hún sé ístöðuminni, ósj álfstæðari til orðs og æðis en drengirnir, að enginn muni stórræða af henni vænta og hún sé í alla staði ólíkleg til þess, að standa nokkurn tíma á eigin fótum. Stelpunni gengur tregt að trúa á yfirburði karlmannsins en áróðurinn seytlast smátt og smátt inn í vitund hennar, svo að um það bil er kynþroskaaldurinn ber að, er jarðvegurinn þeg- ar undirbúinn. En einmitt þá breytist viðhorfið karlmanninum enn meir í vil, en kvenkyninu í óhag og áróðurinn eykst. — Enn þann dag í dag heyrist alltaf öðru hvoru sá gamli afturhalds- sónn, að menntun kvenna eigi einvörðungu að miðast við væntanleg húsmóðurstörf, enda hæfi konum bezt svo afmarkað svið. Enn virðast flest- ir foreldrar og öll íhaldsblöð líta svo á, að hjónabandið sé eini rétti leiðarendi allra kvenna og að því marki beri að stefna. Heimilið sé sá sanni vettvangur konunnar, þar sómi hún sér bezt og þar uni hún í alsælu, eða því sem næst, við að endurtaka sömu verkin æ ofan í æ, sleitulítið, vetur, sumar, vor og haust; daginn út og daginn inn og oft að nóttunni líka. — Nú veit ég það vel, að til eru þær konur, sem ætlast ekki til meira af lífinu en svo, að þær finna full- nægingu í heimilisönnunum einum. En ég vona, að enginn skilji orð mín svo, að ég sé, að hætti refsins forðum, að hallmæla þeirri helgu stofn- un hjónabandinu, þó ég haldi því fram, að hinar séu mun fleiri, sem óánægðar eru með hlutskipti sitt, þó þær ef til vill sætti sig við það, vegna þess, að ekki er á betra völ, eða af því að þeim er ekki fullljóst, að leiðanum veldur. vöntun á hugð- næmari viðfangsefnum. En að langlundargeðið sé ekki á allra færi sést meðal annars glöggt á því, hve fjölmennur hópur sá er meðal giftra kvenna, sem leitar á náðir hinna starfrænu sjúk- dóma (taugaveiklunarinnar), á flótta sínum frá veruleikanum. Þetta stafar sjaldnast af vankönt- um einum á samlífi hjónanna, en eðlilega spillist það ef annar aðilinn nýtur sín ekki, orsakarinnar er heldur ekki að leita í ofþjökun þeirri, sem allmargar húsmæður eiga við að búa ýmist af erf- iði eða iðjuleysi. Astæðan er sú, að mennirnir eru margvíslega gerðir, líka þó „bara“ sé um konur að ræða og erfðalögmálinu verður aldrei breytt með flokkssamþykktum né áróðri einum. Vegna þessa er jafnfráleitt að halda því fram, að húsmóðurstörf hæfi öllum konum, eins og ef fullyrt væri, að öllum körlum sé eiginlegast og þeim til aðal yndisauka, að annast til dæmis kjötsöltun og kjötvörzlu alla ævi. Auk þess mun hvort tveggja viðlíka framkvæmanlegt. Kven- kynið er lífseigt og verður því alltaf í meiri hluta, svo jafnvel þótt framtak einstaklingsins verði heft á þann hátt, að banna nokkurri konu að giftast nema einum einasta manni á allri æv- inni, þá nægði það hvergi nærri. Væri fjöl- kvæni lögboðið og öllum körlum gjört að skyldu að kvænast, gætu líklega flestar konur átt kost á hjúskap, en fánýtt er að gjöra sér nokkrar gylli- vonir í þá átt, meðan íbúðirnar hvorki eru stækk- aðar né bætt úr húsnæðisvandræðunum. Enda með öllu óvíst, hvernig það gæfist, kvenfólk stundum skapmikið, en fæstir karlmenn til marg- skiptanna. A þessum mannúðarinnar tímum eru stelpur látnar lifa og því hlýtur ávallt svo að fara, að dálaglegur hópur verði fyrirvinnulaus, utangarðs vettvangsins góða. Þessar kvenpersónur verða að sjá fyrir sér sjálfar með góðu eða illu. Nú orðið munu langsamlega flestir foreldrar vilja mennta og manna börn sín eins vel og þeir hafa tök á, en sonurinn gengur alltaf fyrir, hvort sem um er að ræða stöðuval, nám, eða bara það, að fara burt úr föðurgarði í leit að fé og frama. Sonurinn fer, dóttirin er sett aftur. — Fá- ir munu nú forheimska sig lengur á því, að halda fram þeirri firru, að konur séu gáfnaminni en karlar, enda er hún marghrakin af líffræðinni. Samt er það næsta sjaldgæft, að kvenstúdentar haldi áfram háskólanámi hér á landi og er út- haldsleysi þeirra um kennt. Nokkuð kann að vera til í þessu, en sanni nær mun þó vera, að fáa foreldra fýsir, að leggja fé í fyrirtæki, sem farið getur í strand, í miðjum klíðum, vegna hjóna- bands, enda er þá, að magra áliti, ver farið en heima setið, menntunin fremur til baga en bóta, við bústjórn og barnauppeldi. Og þótt þeir tím- ar séu löngu liðnir, hafi þeir þá nokkurntíma til verið, er hjónabandið eitt tryggði örugga fram- tíð, þá dettur varla neinum í hug, að stúlka haldi MELKORKA 15

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.