Melkorka - 01.05.1944, Page 20
áfram námi, eftir að hún er heitbundin, hvað þá
heldur gift. Stöku sinnum hvarflar það þó að
henni sjálfri. Langtíðasta orsök þess, að stúlkur
hætta námi, að stúdentsprófi afloknu, er þó lík-
lega sú, að ekki er fast á eftir rekið og þær farið
að langa til að verða fjárhagslega sjálfstæðar og
þurfa ekki lengur að sækja hvern eyri til ann-
arra: En þá reka þær sig fljótt og áþreifanlega á
þá staðreynd, að þær eru enn sem fyrr að mestu
ómagar aðstandendanna vegna hins lága kvenna-
kaups, sem aðeins miðast enn í dag við einstak-
lingsþarfir og þær litlar og það enda þótt fram-
færsluskylda hvíli á konum engu síður en körl-
um og þær leggi ávallt meira af mörkum ef um
barnaframfærslu er að ræða. Eitthvað hafa kjör
kvenna breytzt til batnaðar á allra síðustu árum,
vegna fólkseklu, en þó hvergi nærri á öllum svið-
um. Þeirra tíma er og skammt að minnast og
fyrir koma þeir enn, að fjöldi kvenna gat varla
leyft sér þann munað, að eta snarl hvað þá ann-
að og eftir ævilangt strit gátu verkakonur, búð-
arstúlkur o. fl. naumast komist svo langt, að eiga
dívaninn, sem þær sváfu á, kommóðu og kann-
ski strástól er vel lét. Slík örbirgð gerir engan
mann upplitsdjarfari. — En örbirgðin er ekki
það versta, heldur hitt, að hvert sem starfið er
og hvað vel sem það er af hendi leyst, verða
konur, undantekningarlítið, ekki aðeins að sætta
sig við það, að þiggja minni laun fyrir unnin
verk en karlmennirnir, heldur og þá ömurlegu
vissu, að enginn mundi taka þær til nokkurra
verka ef völ væri á karlmanni fyrir sama verð,
og þótt hann ynni hvorki betur né afkastaði
meiru.
Nú veit ég vel að ætlazt er til, að karlmaður-
inn framfæri fjölskyldu á sínum launum og þau
hærri af þeim sökum. En þetta vill þeim góðu
herrum gleymast öðru hvoru og fyllast því stund-
um ofmetnaði að ófyrirsynju. Þá er mér líka vel
Ijóst, að þeir eru flestir vel að sínu kaupi komnir
og ekki ofsælir af, og enn veit ég, að þeir verða
því nær allir, að sjá eftir atvinnuarði sínum í
hendur kvenna. Og marga aðra mæðuna hafa
þeir af sínum hærri launum vegna framfærslu-
skyldunnar er á þeim hvílir. Meðal annars hefur
hún orðið til þess, að eitra fjölda þeirra föður-
ástina svo, að hún fyrirfinnst varla, vegna of-
verðs þess sem á hana er sett með barnameðlög-
um. Hún hefur vakið hjá þeim vafa um dug sinn
til barnsgetnaðar og henni hefur jafnvel afar oft
tekizt að villa svo um hið rökfasta kyn, að það
áttar sig ekki framar á lögmálinu um orsök og
afleiðingu hennar, eins og barnsfaðernismálin
bera Ijósan vott um.
En að öllu gamni slepptu, þá er það alls ekki
upphæðin sjálf, sem máli skiptir, heldur ójöfn-
uðurinn og óréttlætið, sem í þessum kynferðis-
kaupmælikvarða felst. Það er orkueyðslan, sem
fer í gagnslaust víl út af óviðunandi ástandi og
engu fær umbreytt. Það er eyðslan á ágætum
hæfileikum, sem aldrei fá notið sín í undirtillu-
stöðum. Það er niðurlægingin við að neyðast til
að sæta slíkum undirboðum, er svo mjög eyk-
ur á vanmáttarkennd konunnar, sem þó var næsta
nóg fyrir eftir áralangan áróður, að hún treystir
sér ekki til að stíga á brúna, hún þorir ekki að
koma í námunda við dimmar dyr stjórnmála-
kofans. Hún er orðin ofnæm á að etja kapp við
karlmennina á opinberum vettvangi og því lætur
hún stjórnarfarið afskiptalaust og les ekki stjórn-
málagreinarnar í blöðunum. — Maðurinn er fé-
lagsdýr og mennirnir hvor öðrum háðir; enginn
maður hvorki karl eða kona fer svo úr leik, að
ekki sé skaði að, því hver og einn er snillingur á
einhverju sviði fái hann að njóta sín. Þaðan af
síður getur annað kynið skorizt úr leik án þess
að heildin líði fyrir, enda má sjá þess glögg merki
á þjóðarheimili okkar; þar hefur kvenna ekki við
notið. Þótt allt væri í stakasta lagi í þjóðfélag-
inu, stjórn karlmannanna hin prýðilegasta í alla
staði, er samt alltaf minnkun í því, að ráða sér
ekki sjálfur, óviðunandi að eiga ekki þátt í að
skapa þau kjör, sem maður á við að búa. Ein-
mitt um þetta atriði heyja nú hinar hernumdu
þjóðir hetjubaráttu sína. En nú fer því víðs
fjarri, að stjórn karlmannsins hafi farið vel úr
hendi, lítið og alls ekki hefur verið hugsað um
hag heildarinnar, stjórnarfarið ekki beinzt að
því að auka velsæld fólksins, heldur hinu, að
halda almenningi í skefjum og draga úr umbóta-
kröfum hans. Þess vegna eru allar umbætur
skornar við nögl og koma svo seint til fram-
16
MELKORKA