Melkorka - 01.05.1944, Síða 21

Melkorka - 01.05.1944, Síða 21
kvæmda, aS þær eru oft og tíöum úreltar áður. Af þessu stafar núverandi ófremdarástand. Það mætti æra óstöðugan að telja upp allt, sem af- laga fer hér á landi, og ekki ætla ég mér þá dul, en ég get ekki stillt mig um að drepa aöeins á einstök atriði, sem snerta konuna sérstaklega, þó auðvitað sé ekkert í þjóðfélaginu henni óvið- komandi: Engin sjúkrarúm eru ætluö í spítölum konum er meðgöngusjúkdóma hafa; konur með hafnarlos eru ekki lengur teknar í spítalana vegna þrengsla, fæðingarstofnunin er alltof lítil; barnaspítali er enginn til. Ofan á heimilisstörfin, sem full erfið eru fyrir, vegna óhentugs og úrelts fyrirkomulags, bætist oft og mörgum sinnum á konuna hjúkrun og aðhlynning farsóttarsjúk- linga, geðveikra, fávita, örkumla manna og elli- ærra gamalmenna. — í sama mund og íslenzka þjóðin býst til að fagna endurheimtu frelsi, birt- ast frá merkum mönnum tvær tillögur, sem mjög snerta kvenþjóöina. Onnur er sú, að stofnað verði vændiskvennahús og rekiö af ríki og bæ, til afnota fyrir aðþrengda karlmenn, erlenda og innlenda. Til menningarauka skal það kallast feg- urra nafni en fyrri afdrep, þ. e. „Blíðusöluskáli“. Hin er á þá leið, að allar ungar stúlkur á aldrin- um 14—18 ára verði færðar frá, reknar á fjöll og geymdar þar undir umsjá valinkunnra sæmd- arkvenna svo tryggt sé að meydómur þeirra spjallist ekki í ótíma. En bersyndugar konur séu settar í tugthús. Hvorugum þessara gáfumanna detta þau ráð í hug til úrbóta, að bæta svo heim- ilishagi íslenzku þjóðarinnar, að þau vandamál bæru ekki að höndum, er uppástungur þessar byggjast á. Konur góðar, er það samboðiö heiðri ís- lenzkra kvenna, að vera ófrjálsar í sínu eigin landi. Sæmir það sjálfsviröingu íslenzkra kvenna að láta ganga á rétti sínum öldum saman afskipta- lítið, að láta sniöganga réttmætar kröfur til heilsuræktar áratugum saman, án þess að fást um, að láta misbjóða velsæmi sínu á viöurstyggi- legan hátt, án þess að hafast að. Finnst ykkur ekki tímabært að losa ykkur við stjórnmálaofnæmið, hætta að lúta lengur boði Thalami. Það er auðgert með aðstoð skynsem- innar, stjórn þjóðarinnar er í eðli sínu næsta lík stjórn meðalheimilis. Þó er enn sá munurinn á, að litlu góðu heimili er tíðara stjórnað af alúð og kostgæfni með hag heimilismanna fyrir aug- um. ASdrættirnir miðaðir við notaþarfir áður en eytt er í munaö. Reynt er að manna börnin og mennta eins vel og kostur er á, öllu heimilisfólki gert jafnt undir höfði o. s. frv. Þið þekkið allar mæta vel af eigin reynd, hvernig því er háttað, en það er einna áþekkast sósíalisma. Konur góðar, finnst ykkur ekki tími til kom- inn, að gera hreint á þjóðarheimilinu og bæta heimilisbraginn, einmitt í sambandi við hið end- urheimta fullveldi landsins? Viljið þið ekki lofa alfrjálsu íslandi að njóta góðs af stjórnsemi ykk- ar, iðjusemi, hirðusemi, hagsýni, nýtni og út- sjónarsemi. Viljið þið ekki taka saman höndum við karlmennina og vinna að því sem jafningjar þeirra og góðir félagar, að gera fegursta land heimsins að því farsælasta. Það verður kannski dálítið erfitt, en með góðum vilja og aÖstoð sósíalismans er það vel kleift. Katríii Tlioroddsen. Rilhöfundurinn Maurice Ilindus hefur þessi orð eftir rússneskum liSsforingja: „Munið að á umbrotatímum stendur baráttan ekki alltaf milli réttlætis og ragnlætis, heldur milli tvenns- konar réttlætis, eSa hins nýja og gamla réttar. Við sem berjumst fyrir nýjum rétti, megum ekki viS Jjví 'aS tvístra kröftum okkar meS því aS hugsa um hinn gamla rétt, fremur en hermaður á vígvelli má við því að hug- leiða líf og eðli eldsins, sem er beint gegn honum.“ Landsfundur í ráði er að halda Landsfund kvenna 19. júní n.k. í Reykjavík og á Þingvöllum. Dregizt hefur að boða fundinn sökum dráttar á samþykkt Al- þingis um fjárstyrk, sem ekki fékkst fyr en 10. marz, en vonandi láta konur það ekki aftra sér frá þátttöku í þessum fundarhöldum, sem fram eiga að fara á svo merkum tímamótum þjóðar- innar. MELKORKA 17

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.