Melkorka - 01.05.1944, Qupperneq 24

Melkorka - 01.05.1944, Qupperneq 24
VERKAKVENNAHREYFINGUNNI Allt frara á síðustu ár hefur ísland átt fátt iðjulausra kvenna. Bónda- og sjómannskonan hefur innt heimilis- störfin af hendi, auk þess sem hún hefur staðið hörð og ósveigjanleg við hlið eiginmannsins í hinu daglega striti við framleiðslustörfin, farið í síldar- og fiskvinnu, hjálp- að sjómanninum við að beita og jafnvel róið á sjó, tekið þátt í heyskap og gegningum, farið í eyrarvinnu þegar því var að skipta og aldrei látið sér bregða hið minnsta. Hún hefur skilið eins og maðurinn hennar, að „lítt má höndin ein og ein“, en máttur félagssamtakanna getur hinsvegar orðið mikill. I sveitinni hafa konurnar stofnað kvenfélög og haft samvinnu um notkun ýmissa áhalda, svo sem prjónavéla, spunavéla og vefstóla. Þær hafa skil- ið, að á þann hátt tryggja þær heimilum sínum betri af- komu. En verkakonan á mölinni, sem á allt sitt undir því, hvaða kaup atvinnurekendurnir greiða, hefur hinsvegar myndað með sér félög til þess að berjast fyrir bættum launakjörum og aðbúð á vinnustöðvum. Þannig tryggja þær heimilum sínum betri afkomu. Með samtölum og símtölum við konur innan verka- kvennahreyfingarinnar hefur tekizt að safna saman eftir- farandi molum. Verkakvennafélagið Framsókn, Reykjavík er fjölmennast með 693 skráða meðlimi. Það var stofnað 25. okt. 1914. Konur úr Kvenréttindafólagi íslands geng- ust fyrir stofnun þess, meðal annars Jónína Jónatans- dóttir, Bríet Bjarnhéðinsdóttir og Ilelga Torfason. Jón- ína var formaður þess í 20 ár. Núverandi formaður er Jóhanna Egilsdóttir. Hefur hún verið 22 ár í stjórn fé- lagsins, en 10 ár formaður. I félagið gengu við stofnun þess aðallega konur, sem unnu fiskvinnu og eyrarvinnu. Kaupið var þá 12 aurar á tímann og vinnutíminn minnst 12 klst. Konumar báru þá oft salt, kol og timbur eins og ekkert væri. Fiskvinnan er svo að segja horfin hér í Reykjavík, en í félaginu eru nú margar starfsstúlkur. „Fyrst í fyrra náðum við samningum við ríki og bæj- arfélag", segir formaður Framsóknar. „Grunnkaupið liækkaði við það um 50% hjá bænum og 30% hjá rík- inu.“ — Hver er skoðun yðar á sameiningu smáfélaganna, mér skilst að stjórn Alþýðusambandsins telji heppilegra að félögin á hverjum stað sameinist í stærri félög. „Ég tel, að konurnar eigi að hafa sérfélög, þar sem þau ekki verða alltof lítil. Það þroskar þær meira, þvi að þær láta svo lítið á sér bera, þegar karlmenn eru annars vegar og kasta allri ábyrgðinni yfir á þeirra herð- ar. En ég er farin að sjá nú, þó að ég hafi ekki alltaf verið þeirrar skoðunar, að á hverjum stað á ekki að vera nema eitt verkakvennafélag, og tel ég okkur hér í Reykja- vík eiga að vinna að því að sameina félögin.“ Þvottakvennajélagið Freyja, Reykjavík var stofnað 1932. í því eru aðallega konur, sem þvo skrif- stofur, búðir og ganga, um 120 talsins. Félagið náði fljót- lega samningum við bæ og ríki, en það fór úr Alþýðu- sambandinu á klofningsárum þess og samningunum við Freyju var sagt upp 1939, en samið við Framsókn í staðinn. Félagið hefur nú samninga við ýms einkafyrir- tæki og hefur því yfirleitt tekizt að ná sæmilegum kjör- um. „Við viljum helzt fá kaupið greitt samkvæmt uppmæl- ingataxta, en þá er tekið ákveðið gjald fyrir að þvo hvern fermetra gólfflatar. Sumstaðar höfum við fengið þessu framgengt og fáum þá greiddar kr. 1.30 á fermetra, þar sem lítið er af húsgögnum, en kr. 1.40, ef meira er inni af lausum hlutum,“ segir formaður félagsins, Þuríður Friðriksdóttir. Hvaða skoðun hafið þér á sameiningu félaganna? „Auðvitað býst ég við, að félögin sameinist í framtíð- inni og tel það einnig æskilegt, en enn sem komið er hefur það ekki getað orðið.“ 20 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.