Melkorka - 01.05.1944, Síða 26
Kvenfélögin og menningarbarátta þjóðarinnar
Ejtir Herdísi Jakobsdóttur, jorm. Sambands sunnlenzkra kvenna
Á tímamótum sem þessum er ástæða til að líta til
baka.
Það er alveg undantekningarlaust, að í hvert skipti
sem íslenzka þjóðin í heild hefur náð nýjum áfanga á
leiðinni til frelsis og sjálfstæðis, þá hefur skapazt menn-
ingaralda, sem flætt hefur yfir þjóðlífið, og borið með
sér fræ, sem að vísu hafa fallið í misjafnlega frjóan
jarðveg. — Ég ætla þá fyrst að nefna þjóðhátíðina 1874,
þegar Kristján konungur IX. færði okkur „frelsisskrá í
föður hendi“ eins og skáldið orðaði það.
Við lítum í anda úrval íslenzkra bænda — fulltrúa
þjóðarinnar frá öllum sýslum landsins — saman komna
við hátíðahöldin á Þingvöllum. Margur góður íslenzkur
alþýðumaður, ungur bóndi, sneri þaðan heim aftur full-
ur af eldmóði til umbóta og menningar. Kvenna er lítt
getið í sambandi við þjóðhátíðina. Um þessar mundir
er þó farið að hugsa um að hefja konurnar dálítið upp
úr öskustónni. — Kvennaskóli Reykjavíkur er stofnað-
ur að mestu fyrir forgöngu ágætra kvenna, frú Thoru
Melsteð o. fl. Hann tekur til starfa haustið fyrir þjóð-
hátíðina, 1873. Ég tel engum vafa bundið, að þarna
vaknaði kvennaskólahugmynd norðlenzku bændanna, því
næsta ár á eftir koma þeir upp skólum, fyrst þannig, að
skólahald fór fram á tveimur heimilum í Húnavatnssýslu,
sinn vetur á hverju, fyrir forgöngu hjónanna á hverjum
stað — en svo komu þeir upp kvennaskólanum á Ytri-
Ey, sem síðar var fluttur að Blönduósi. En Þingeyingar
og Eyfirðingar stofnuðu kvennaskólann á Laugalandi
1876.
Næst vil ég nefna almenna vakningu, sem varð í ís-
lenzku þjóðlífi um aldamótin síðustu. Þá höfðu marg-
ar ágætar konur náð viðurkenningu, ekki síður af
körlum en konum. En vel að merkja: þær komu frá
skólunum. Frá Laugalandsskóla voru þær frú Bríet
Bjamhéðinsdóttir og frú Sigurlaug Knudsen, báðar við-
urkenndar gáfukonur og góðum hæfileikum gæddar. —
Skáldin sungu líf og kraft í þjóðina um þessar mundir,
samanber aldamótaljóð þeirra Hannesar Iíafsteins og
Einars Benediktssonar.
Á seinasta fjórðungi 19. aldarinnar fer allverulega að
bera á margvíslegri starfsemi kvenna; þær stofna félög
víðsvegar um landið, þá byrja þær að gefa út kvenna-
blöð, frú Bríet í Reykjavík og frú Sigríður Þorsteins-
dóttir á Seyðisfirði blaðið „Framsókn“ — hvorttveggja
ágætis blöð. Þá kom fyrst út ritverk eftir konu, það er
frú Torfhildi Ilolm. Þá eru þær fósturmæðgurnar frk.
Þorbjörg Sveinsdóttir (föðursystir Einars Ben. skálds)
og Ólafía Jóhannsdóttir, bráðgáfaðar konur, þjóðfrægar
og meira til. — Áhugamál þeirra var að koma upp inn-
lendum háskóla. Fyrir því beittu þær sér með eldmóði,
og árið 1894 er stofnað fyrir þeirra forgöngu „Hið ís-
lenzka kvenfélag", með deildum út um land, og hlut-
verk félagsins er þá fyrst og fremst háskólamálið, að
berjast fyrir framgangi þess, því með því að innlendur
háskóli kæmi upp í landinu, væri komið í veg fyrir, að
ungir, íslenzkir námsmenn töpuðust í Hafnarsollinn, eins
og mikil brögð voru þá að.
Upp úr þessum síðustu aldamótum fjölgaði kvenfé-
lögum og konur fóru yfirleitt að verða djarfari til ým-
issa starfa. — Krafan um jafnrétti karls og konu fór
að verða ákveðnari, eftir því sem betur kom í ljós, að
þær gátu lært, ef þeim gafst kostur á því. — Með ung-
mennafélags-hreyfingunni 1906 kom samvinna kvenna og
karla í félagsskap fyrst fyrir alvöru, að vísu fyrr með
Góðtemplarareglunni 1884.
Ég hef aðeins stiklað á sögu þessa máls með því að
fara fljótt yfir. Þjóðin hefur, sem betur fer, átt marga
ágæta menn, sem voru svo glöggskyggnir að sjá, að kon-
an verðskuldaði að verða fullkomlega frjáls vera, sem
átti fullan rétt til jafns við manninn til menntunar og
menningar; sumir þeirra eru þjóðkunnir, eins og Hann-
es Hafstein og Skúli Thoroddsen, en þeir voru fleiri
hér og þar um landið, sem fylgdu jafnréttismálum
kvenna, það fann frú Bríet fljótt á fyrirlestraferðum
sínum út um landið, að karlmennina þurfti hún fyrst
að fá til fylgis við jafnréttismálið; það var hvoru-
tveggja, að framkvæmdavaldið var hjá þeim, og hitt,
að sakir alda gamallar venju, voru konur yfirleitt sein-
ar að átta sig á nýbreytninni. — Það var mikill við-
burður í Reykjavík, sem vakti undrun og eftirtekt, þegar
frú Bríet (þá óþekkt sveitastúlka) flutti sinn fyrsta
fyrirlestur, „Um jrelsi og menntun kvenna“, veturinn
1887. En frá þeim tíma bar hún höfuð yfir allar íslenzk-
ar konur í framkvæmdum þessa máls, að vinna að því
22
MELKORKA