Melkorka - 01.05.1944, Page 31

Melkorka - 01.05.1944, Page 31
í lífinu hljóti að verða þaS aS verSa húsfreyja og móSir. ViS því út af fyrir sig er ekkert aS segja, ef hin verSandi húsfreyja og móSir veit og skilur, aS hún ber líka fulla ábyrgS út fyrir þau takmörk. Hún þarf þegar í æsku aS gjöra sér þaS ljóst, aS hún er sjálfstæS vitsmunavera, sem stendur karlmanninum í engu aS baki and- lega, ef hún nýtur sömu aSstöSu og hann til þroska og menntunar. Eins og eSlilegt er hefur erfSavenjan enn allt of föst tök á oss konum. Ungu stúlkurnar drekka svo aS segja í sig meS móSurmjólkinni hinn aldagróna hugsunarhátt um stöSu konunn- ar. Fáir hreyfa því, hvaSa afleiSingar þetta hefur. Ein sú háskalegasta er, aS allt of margar efnis- stúlkur eySa dýrmætum æskuárum í hégómlegt tildur og hugsunarlaust ráf. Loks kemur svo aS því, aS þær eignast mann og gerast húsfreyjur. Ungu konunni finnst þá enn sem fyrr ástæSulaust fyrir sig aS brjóta heilann um þaS t. d., hvernig þjóSarskútan veltur. Heima hugsaSi og talaSi „pabbi“ um þess háttar, en „mamma“ hafSi nóg aS hugsa urn innanhússtörfin. Er þá ekki sjálf- sagt, aS á heimili ungu hjónanna ríki sama venj- an? „Snælands dóttir, Snælands sonur, snúiS bæSi í sömu átt!“ kvaS GuSmundur GuSmundsson í kvæSi sínu „Kvennaslagur“. Mun ekki vera kominn tími til aS leggja eyrun viS þeim orSum? Væri ekki reynandi aS vekja athygli ungu stúlknanna betur en nú er gert á því, aS þjóSfélagiS allt á kröfur á hendur þeim? Konurnar sjálfar þurfa aS vakna. Þær þurfa aS fyllast heilögum anda og eldi til þess aS hrista af sér erfSamók vanans. Þær mega ekki lengur draga sig í hlé, þótt heimilisylurinn sé notalegur. Vér lifum á tímum, þar sem hiS gamla hrynur örar en nokkru sinni fyrr, síSan er sögur hófust. Framrás nýja tímans getum vér eigi heft meS því aS reyna aS standa kyrrar, eSa syngja gamla tímanum lof og dýrS og fordæma hinn nýja. HiS gamla fellur samt sem áSur og hiS nýja kemur í einhverri mynd. En eitt aSalskilyrSiS fyrir því, aS nýi tíminn verSi góSur og heillaríkur er, aS konan, móSirin, verSi víSsýn, frjáls og fram- sækin, aS hún þekki sinn vitjunartíma og beiti viti sínu og vilja til heillaríkra áhrifa á öllum sviSum þjóSlífsins. Þá fyrst rætist þaS, er skáld- iS kvaS, aS konan verSi „lands og lýSa ljós í þúsund ár.“ Kvenréttindafélag íslands og stofnun þess Ejtir Laufeyju Valdimarsdóttur „Voru það einhverjir sérstakir straumar, innlendir eða erlendir, sem ollu því að Kvenréttindafélag íslands var stofnað 1907, en hvorki fyrr né síðar.“ ÁriS 1901 var stofnaS á NorSurlöndum félag er nefndist Norræna kvenfélagiS. — Átti þaS aS vinna aS kynningu kvenna í löndum þessum meS bréfaskriftum. IlafSi móSir mín, Bríet BjarnhéS- insdóttir fengiS bréf frá ritstýru norska blaSsins „Husmoderen“, sem var hliSstætt blaS Kvenna- blaSinu og er félagiS var korniS á fót voru í því 62 sænskar konur, 90 norskar, 23 finnskar, 37 danskar og 6 íslenzkar, og var móSir mín ein þeirra og skrifaSist hún á viS sænska konu, Marie Wærn. Nokkru síSar var ákveSiS aS halda nor- rænan kvennafund í Kristíaníu, sem Osló hét þá, sumariS 1902, og var boSaS þangaS, meSal ann- arra, íslenzkum konum og færeyskum. MóSir mín hafSi ætlaS aS fara á þennan fund og ferSast um leiS um NorSurlönd, en þá bar aS skyndilega MELKORKA 27

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.