Melkorka - 01.05.1944, Side 33
enn er á lífi, frú Sigríði Hjaltadóttur Jenson,
konu Jóns Jenssonar yfirdómara. Gengu þær
fyrst á fund frú Katrínar Magnússon, formanns
Hins íslenzka kvenfélags, og spurðu hana hvort
Kvenfélagið vildi ekki taka að sér kvenréttinda-
málið, því að það félag var upphaflega stofnað til
þess að berjast fyrir réttindum kvenna. Frú
Katrín tók því fjarri og kvað Kvenfélagið snúið
frá þeirri braut að öðrum málum, og hefði því
síðan vegnað betur. Er þetta tókst ekki var geng-
ið að því að stofna nýtt félag, 27. janúar, 1907
— í Þingholtsstræti 18. Var það kallað Hið ís-
lenzka kvenréttindafélag, en þar sem nafnið þótti
of líkt nafni Kvenfélagsins var því brátt breytt í
Kvenréttindafélag íslands. Var Bríet Bjarnhéð-
insdóttir kosin formaður.
Um stefnu félagsins var þetta sagt:
„Markmið félagsins er:
að starfa að því að íslenzkar konur fái stjórnar-
farslegan kosningarétt og kjörgengi, með
sömu skilyrðum og karlmenn og jafnrétti við
þá í öllum greinum.
að efla áhuga kvenna og glæða þekkingu þeirra
á þessum málum, og
að fá þær til að nota sér þau réttindi, sem fengin
eru og gera þær færar um að uppfylla þær
skyldur sem fylgja þessum fengnu og ófengnu
réttindum.“
Þegar næsta ár, vorið 1908, var samþykkt að
senda Bríet Bjarnhéðinsdóttur til þess að fara út
um land til þess að halda fyrirlestra og stofna
sambandsdeildir. 100 kr. var varið til þessa og
átti félagið ekki mikið meira til í sjóði. Voru þá
stofnaðar deildir á Isafirði (form. frú Camilla
Torfason, fyrsta íslenzk kona, sem varð stúdent),
á Blönduósi (form. Guðríður Sigurðardóttir for-
stöðukona kvennaskólans), á Sauðárkróki (forrn.
frú Elín Briem), á Akureyri (form. frú Þórdís
Stefánsdóttir) og á Seyðisfirði, þar sem þær
mæðgur frú Sigríður og Ingibjörg Skaftason
(áður ritstjórar kvennablaðsins ,,Framsókn“),
höfðu forustuna. Um vorið 1909 var fyrsti stofn-
fundur sambandsins haldinn og búin til sam-
bandslög fyrir Kvenréttindafélag íslands. Vegna
staðhátta og erfiðra samgangna skyldi fram-
kvæmdanefnd sambandsins, formaður, ritari og
gjaldkeri, vera úr Reykjavíkurfélaginu. Næsta
vor, 1910 var fyrsti ársfundur félagsins haldinn
í Reykjavík og það ár gekk Kvenréttindafélag ís-
lands í alþj óðasamband kj örréttarfélaganna —
International Women’s Suffrage Alliance. — Á
næsta fundi alþjóðasambandsins í Stokkhólmi
voru tveir fulltrúar frá hinu nýstofnaða sambandi
á Islandi, frk. Inga L. Lárusdóttir og sú er þetta
ritar. Var okkur leyft að fara á fundinn upp á
eigin spýtur, því enginn ferðastyrkur hafði feng-
izt frá Alþingi til þess að senda fulltrúa að heim-
an. Síðan hefur Kvenréttindafélag Islands oft
fengið styrk úr ríkissjóði til þess að senda full-
trúa á alþjóðaþing kvenréttindasambandsins og
hafa fulltrúar þess alls mætt á 7 slíkum þingum,
auk tveggja norrænna þinga, og seinast 7 kvenna
sendinefnd á alþjóðafundi þeim, er haldinn var
í Kaupmannahöfn árið 1939, rétt áður en stríðið
brauzt út. Er enginn vafi á því, að Kvenréttinda-
félagið og fulltrúar þess á þingum þessum hafa
haft ómetanlegt gagn af þátttökunni í hinu al-
þjóðlega sambandi og þeim tækifærum, sem þar
hafa gefizt til þess að kynnast ýmsum ágætustu
konum heimsins, og stefnumálum og starfsað-
ferðum kvenréttindakvenna í öðrum löndum. Er
rétt að minna á það, er ísland tekur við full-
komnu sjálfsforræði út á við og á nú að kynna
sig heiminum sem fullvalda ríki, að konur ann-
arra landa urðu á undan karlmönnunum að við-
urkenna rétt þess til sjálfstæðis, ef til vill af því
að þær skyldu betur en þeir hvers virði það er
að vera frjáls.
Uni þá innlendu strauma sem áttu þátt í stofn-
un Kvenréttindafélags íslands mætti margt segja.
Á þessum tímurn barðist ísland fyrir frelsi sínu
og stjórnarskrármálið var því stöðugt umræðu-
efni. Hin fyrsta íslenzka stjórn flulti inn í landið
1904 einmitt um það leyti, sem byrjað var að
hreyfa því að stofna bæri Kvenréttindafélög. Hið
íslenzka kvenfélag, sem var stofnað árið 1894,
sem fullkomið kvenréttindafélag, hafði hætt að
vinna að þeim málum eftir dauða Þorbjargar
Sveinsdóttur, sem var lífið og sálin í því. Það
hafði þó safnað 3500 undirskriftum kvenna und-
ir áskorun til Alþingis um kosningarétt kvenna
og kjörgengi, árið 1895, og varð fyrsta félag í
MELKORKA
29