Melkorka - 01.12.1946, Blaðsíða 6

Melkorka - 01.12.1946, Blaðsíða 6
mennirnir dást aíf hetjunum fyrir vestan og þeim finnst gaman að fá að hjálpa þeim ofurlítið í fyrirhuguðu stríSi. ViS gerum þaS ef viS getum „okkur aS meinfangalausu“, segir forsætisráS- herra. Umfram allt megum viS ekki móSga hina „voldugu vinaþjóS“. ÞaS eru til miklir peningar í Bandaríkjunum. Og þingmönnunum fer eins og stúlkunum. Þó ekki hafi veriS samiS um aS þeir „fái neitt fyrir þaS,“ er þó alltaf notalegt aS orna sér viS eld hinna ríku, og hver veit nema eitthvaS hrjóti af borSum þeirra. í íslenzkum blöSum þeim sömu og fastast hafa mælt meS samningnum viS Bandaríkin, er oft sagt frá alls konar sigurferSum einstaklinga og félaga héSan aS heiman. Og er þá helzt aS skilja aS bandarísk blöS telji íslendinga ofurmenni á ýmsurn sviSum. Allar sæmilega greindar konur vita, aS þeir karlmenn er flesta gullhamra slá þeim, lítilsvirSa þær oftast mest. Bandaríkjamenn hæla okkur og hinir 32 þingmenn gangast upp viS fag'urgalann. Þeir fundu ekki þann vanmats- tón gagnvart fullvalda þjóS, sem fólst í samnings- uppkastinu. Og þaS sem meira er, þeir fyrtust ekki heldur viS þann föSurlega forsjálnis- og lít- ilsvirSingartón, er fram kom í frásögn banda- rískra blaSa um hina ágætu og göfugmannlegu framkomu þeirra í okkar garS í sambandi viS samningsuppkast þetta. Þingmennirnir verSa frá sér numdir fyrir þaS eitt aS sum bandarísk blöS segja, aS íslendingar séu myndarlegir og gáfaSir menn. Þeir verSa frá sér numdir af því, aS fyrir vestan er því haldiS fram aS biskup íslands sé guShræddur maSur, og einnig því, gS íslenzkir kórar geti sungiS laglega. Þeir benda á aS Banda- ríkjastjórn (vissulega aS nokkru leyti önnur en sú, sem nú situr) hafi orSiS fyrst til aS viSur- kenna fullveldi íslands, en gleyma hinu, aS hún varS einnig fyrst til þess aS vilja taka þaS af okk- ur. Þeim finnst eins og stúlkunum aS þetta séu svo göfugir menn, aS þaS sé ekki hægt aS móSga þá meS því aS neita þeim um neitt. Orðsendingar ÞaS kom orSsending aS sunnan. Bretar fóru héSan án þess aS gera nokkrar kröfur um fram- tíSarívilnanir og hlutu fyrir þaS virSingu íslenzku þjóSarinnar. Þeir hafa átt undir högg aS sækja hjá bandarísku auSvaldi um geysileg viSskiptalán og nú verSa þeir líka aS senda hingaS orSsend- ingu. Mér þykir leitt aS svo skuli vera komiS fyrir Bretum. Slíkri orSsendingu hefur utanríkismála- ráSherra látiS hjá líSa aS svara á viSeigandi hátt. ÞaS er orSin hefS hér aS vitna til SvíþjóSar, bæSi þegar um gott er aS ræSa og illt. í sumar sendu þeir orSsendingu aS vestan til SvíþjóSar þess efnis, aS Bandaríkjastjórn væri ekki urn þaS, aS Svíar gerSu svo víStæka viSskiptasamninga viS Sovétríkin, eins og þeir þá hugSust aS gera. Hinn kurteisi utanríkisráSherra hinna kurteisu Svía, lét sig hafa þaS aS senda orSsendingu aftur þangaS vestur, þar sem þaS var tekiS fram skýrt og skorinort aS Svíar hyggSust aS gera samninga viS þær þjóSir, er þeim þætti viS þurfa, og aS Bandaríkjamönnum kæmi þetta ekkert viS. Eng- inn vafi leikur samt á því, aS utanríkisráSherra SviþjóSar telur Bandaríkin „volduga vinaþjóS“. ÞaS er ekki gaman aS þurfa aS draga þær hliS- stæSur er aS framan getur. en þetta hefur sótt á mig undanfariS. Meirihluti þingmanna hefur sam- þykkt sainninginn viS Bandaríkin, þó ekki í sínu fyrsta og versta formi, sökum þess aS andmæli þjóSarinnar voru of sterk. ViS vitum ekki enn, hverjar afleiSingarnar verSa og þar sem þrátt fyrir allt á aS vera hægt aS segja honum upp eftir nokkur ár, skulum viS vona, aS meS markvissri baráttu frá deginum í dag takist aS vernda og ná aftur fullu frelsi og virSingu íslenzku þjóSinni til handa. Ég ætla ekki um fram þaS, sem aS framan er gert aS leiSa neinar getgátur aS því hvaSa hags- munir þaS eru, sem 32 þingmenn þjóSarinnar ímynda sér aS þeir hafi tryggt meS samningnum viS Bandaríkin. En þaS sem valdiS hefur mér mestum sársauka í þessu máli eru viSbrögS og rök formælenda samningsins. Þau eru svo grát- legalíkviSbrögSum ungu umkomulausu „ástands- dömunnar“. ÞaS dettur víst engum í hug aS setja nefnd til þess aS athuga siSferSi alþingismanna. Rabbarar dagblaSanna hafa eytt mörgum orS- um aS því frámunalega kæruleysi, sem lýsir sér í útliti ungrar stúlku meS krosslagSa fætur, hall- 38 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.