Melkorka - 01.12.1946, Blaðsíða 25
Lífið hlýtur að blómgast að ný]u
Helen Keller er amerískur rithöfundur. Þegar hún var tveggja ára gömul, missti hún
sjón, heyrn og mál, en þrátt fyrir þaS, þakkað veri hinum ágœta kennara hennar, frú
Sullivan, lœrði hún að lesa, skrifa og tala og stundaði síðan nám við ýmsa háskóla í
Bandarikjunum. Helen Keller er fœdd 1880. Hún þykir frábœr að mannkostum og
viti og er fyrir löngu orðin heimsfrœg. 1 œvisögu sinni segir hún frá baráttunni við
hina þrejöldu líkamlegu fjötra, sem liún þurfti að loina undan til að ná því marki,
sem hún setti sér. — Haraldur Nielsson, prófessor, hélt á sínum tíma fyrirlestra um
Helenu Keller, og vöktu þeir mikla athygli.
Bréf til Helen Keller
frá Moskvu
Moskvu.
Kæra Helen Keller!
Afsakið þá dirfsku mína að senda yður ein-
faldlega vinarbréf. Mér finnst sem hin áþekku
örlög okkar gefi mér rétt til að ávarpa yður, því
að ég hef eins og þér verið blind og heyrnarlaus
frá bernsku.
En sökum þeirrar umhyggju,sem alþýða manna
nýtur í landi okkar, hef ég notið menntunar og
fræðslu, sem gerir mér nú kleift að leggja hönd
að uppbyggingu nýs lífs í hinu stóra landi okkar.
Ég hef lengi haft mikinn áhuga fyrir æviferli
yðar og hinu glæsilega starfi yðar, sem er svo
lærdómsríkt og dýrmætt fyrir alla hina mörgu,
sem eins er ástatt um og mig og yður. Sá vilja-
styrkur, framtak og skapandi starfsemi, sem þér
hafið sýnt, verðskuldar aðdáun alls hins hugs-
andi mannkyns.
Nú nálgast stund sameiginlegs lokasigurs okk-
ar yfir hinum svikráðu mannætum hitlerismans.
Þegar eytt hefur verið þeim yztu myrkrum, hlýt-
ur lífið að blómgast aftur á hnetti vorum, og ég
er þess fullviss, að við stöndum á þröskuldi nýs
hlómaskeiðs á sviði menningar, lista, vísinda og
tækni. Þess vegna rétti ég yður vinarhönd yfir
höf og lönd í von um að finna hið styrka hand-
tak yðar til svars.
Olga SlcoroJchodova.
r
Ur minningum
Olgu Skorokhodovu
Eftir að ég hafði misst sjón og heyrn í bernsku
af völdum sjúkdóms og eftir langa og örvænting-
arfulla haráttu við myrkur og þögn kom ég loks
í sérstaka stofnun fyrir blind og heyrnarlaus börn
í Karkov í Ukraínu. Stofnandi og stjórnandi
hennar, L A. Sokolyansky prófessor, sýndi mér
umönnun og næman skilning gáfaðs vísinda-
manns og kennara.
Er hann hafði vandlega kynnt sér alla mála-
vöxtu, tók hann að lækna mig af blindu, heyrnar-
leysi og málleysi með andlegri þjálfun. Þó að
hann væri önnum kafinn, kynnti hann sér vél-
ritun blindra og umritaði fyrir mig kafla úr sí-
gildum skáldmenntum, bæði í hundnu og ó-
bundnu máli, og einnig úr verkum þeirra Marx,
Engels, Leníns og Stalíns.
I il viðbótar við venjulegar skólalexíur var mér
lesið mikið af skáldskap og vísindaritum. Ég held,
að aðferð kennara míns hafi ekki verið rön'g, sér-
staklega þar sem þetta var sama aðferðin, sem
notuð var við hina frægu amerísku konu, Helen
Keller undir leiðsögn hins gáfaða kennara henn-
ar, Onnu Sullivan.
Þessu hef ég kynnzt, ekki aðeins af verkum
Helen Keller, heldur og af frásögn hins kunna
ameríska kennara, Lucy Wilson, sem heimsótti
stofnun okkar.
Þegar Lucy Wilson heimsótti land okkar, eyddi
MEI.KORKA
57