Melkorka - 01.12.1946, Blaðsíða 14

Melkorka - 01.12.1946, Blaðsíða 14
að hlýtur að verða, þá þarf gagngerða breytingu á skipulagi þeirra. Byggðin verður að færast sam- an, jarðirnar að verða jafnari. Sameiginlegar vél- ar mætti þá nota til vinnuléttis. Mjög þægilegt væri þá, að koma upp sameiginlegu þvottahúsi (bæði til ullar- og tauþvotta), brauðgerðarhúsi, íshúsi o. s. frv. Þægilegra yrði fyrir 2—3 heimili að leggja út í að kaupa ýmsar heimilisvélar, held- ur en ef aðeins eitt er um það. Þetta allt mundi létta svo starf húsmóðurinnar, að það yrði ekk- ert sambærilegt. Þar að auki mundi einangr- unin hverfa að miklu leyti, sem allt fram að þess« um tíma hefur þjakað sveitalífinu. Slík sveita- þorp mundu ekki rísa upp annars staðar en þar, sem þægilegt eða hægt væri að ná í rafmagn. Alltaf, eða að minnsta kosti í næstu framtíð, munu þó verða til afskekktir sveitabæir, sveita- bæir sem lítilla þæginda njóta og þar sem vinna og takmarkalaust strit hvílir á húsmóðurinni. Bygging ef til vill heldur ekki góð. í fljótu bragði mun ekki vera þægilegt að gefa þar góð ráð, sem að gagni mættu koma, en þó vildi ég benda fólki á það, að eitt fyrsta skilyrði til sæmilegs lífs hvar sem er, er að hafa eldavélar og upphitunartæki í góðu lagi. Ekkert er erfiðara fyrir konuna en að fást við slæma eldavél, og fátt mun vera ömurlegra fyrir hana en köld og illa upphituð húsakynni. Eldavélar með miðstöðvar- katli, sem hitað geta upp 2—3 herbergi eru hverju smáheimili lífsnauðsyn. (Nýju móeldavélarnar hans Jóhanns Kristjánssonar hafa reynzt ágæt- lega). Brátt mun nú líða að því, að flest sveitaheimili fái síma, mun það eitt hafa mikinn ánægjuauka í för með sér og þægindi, og breyta kjörum, eink- um húsmæðranna, sem oftast verða að sitja heima. En þó að ég hafi talið hér margt upp, sem orðið gæti til léttis og ánægjuauka fyrir íslenzku sveita- heimilin, og ekki sízt konuna, þá væri þó langt frá mér að álíta, eða telja það heppilegt, að stefna beri að því að lífsbaráttan smáhverfi úr sögunni. Sennilega þarf maður ekki að óttast slíka hluti, enda teldi ég það sízt ákjósanlegt. Ég álít, að hvert það starf sem krefst ítrasta átaks mannshandar eða mannssálar, hafi marg- Svafa Þorleifsdóttir íramkvæmdastjóri Kvenfélagasambands fslands sextug Svafa Þorleifsdóttir, framkvæmdastj óri Kven- félagasambands íslands, varð sextug 20. október s.l. Melkorka mun í næsta hefti birta grein um þessa merku hæfileikakonu. falt verðgildi þess, sem unnið er með lítilli eða án fyrirhafnar. Aðalsmerki hverrar kynslóðar er ekki auður og allsnægtir, heldur það sem aldrei verður fyrir peninga keypt, það eru fagrar og göfugar dyggðir. Og þegar ég hugsa til formæðra okkar, sem strituðu og bösluðu, unnu sér aldrei hvíldar, kenndu börnum og barnabörnum að elska sann- leikann og bregðast ekki skyldum þeim, sem lífið legði þeim á herðar, þá finnst mér, að við mund- um á þessum alvörutímum, hafa gott af að staldra við og hyggja að hvað þær höfðu að segja. Ef til vill væri lífsreynsla þeirra og raunhyggja okk- ur þarfur pistill. 46 MELKORK4

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.