Melkorka - 01.12.1946, Blaðsíða 24

Melkorka - 01.12.1946, Blaðsíða 24
Ný menntastofnun fyrir stúlkur Um mánaöamótin september—október var nýr skóli opnaður fyrir ungar stúlkur í Tjarnarborg í Reykjavík. Tilgangur skólans er að mennta sem allra bezt þær stúlkur, sem vilja taka að sér for- stöðu barna- og dagheimila og gefa þeim kost á að undirbúa sig undir slík störf hér heima. Náms- tíminn er aðeins tvö ár, þó ekki nema níu mán- ir og hefur líklega aldrei fyrr verið jafnskýrt sagt frá þessari svo mjög slysalegu atburðarás, án þess að neitt sé ofsagt. Gerður er samanburður á einstaklingum þessara tveggja þjóða, og mun mönnum þykja hann ótrúlegur, og halda að verið sé að fara með ýkjur, og vil ég minna á lýsinguna á Gullinló annars vegar en Snæfríði hins vegar eða frú Mettu. Þá er athugavert það sem sagt er um Jes Ló, svínahirði, að hann var ólæs og ó- skrifandi sem flestir danskir og minnir þetta á athugun sem Jóh. V. Jensen hefur gert viðvíkj- andi dönskum sorphaugum fornum að þjóðin í landinu var að vísu góðir búhöldar og natin við svínagæzlu, en þar fundust ekki menjar um skrif- að orð, svo að neinu næmi og því síður bækur. Hér er sagt undan og ofan af, lauslega og los- aralega um verk sem byggt er eftir mjög ströng- um reglum svo sem tónsmíðar meistara, en þó svo fjarri því að vera sniðið eftir myndamótum viðtekinna hugmynda að myndir þess eru nánast loftkenndar, hafa á sér huldusvip hins ljósa mans sjálfs, sem hinar sýknuðu hugðu vera álfkonu, og fjarstæða að spyrja hvað þetta merki eða hitt, því þær leysast sundur ef í þær er rýnt, samlagast lofti og ljósi en hafa þó eðli sjálfrar eilífðarinnar, og hvað þýðir það Eitt og Allt sem þau bergmála sín á milli sem ekki höfðu bollokað saman í fjöru- tíu árih lieldur hitzt með höppum og glöppum snöggvast? 56 . uðir á ári. Skiptist hann til helminga milli bók- legs og verklegs náms, bæði árin. Forstöðukona skólans er Valborg Sigurðardótt- ir, magister. Hefur hún undanfarin fjögur ár stundað nám í sálarfræði og uppeldismálum við bandaríska háskóla og má því vænta þess, að í hennar höndum verði þessum menntaskóla kvenna vel borgið. KONA á þing íslenzkar konur fagna því að eiga þótt ekki sé nema einn íulltrúa á löggj afarþingi þjóðarinnar. Við alþingiskosningarnar í vor komst Katrín Thoroddsen læknir á þing, sem fimmti maður á lista sósíalista í Reykjavík. Um allt land munu konur lengi minnast þess, hve drengilega, heitt og einarðlega þessi fulltrúi íslenzkra kvenna mótmælti samningsplagginu al- ræmda, sem 32 fulltrúar þjóðarinnar sviku inn á landsmenn 5. október. I nafni íslenzkra kvenna mótmælti hún harðlega undirlægj uhættinum og svikunum við þjóðina, og þúsundir karla og kvenna um allt land munu taka undir þessi orð hennar: „íslenzka þjóðin er langminnug, og svik- urunum verður aldrei fyrirgefið.“ MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.