Melkorka - 01.12.1946, Síða 15

Melkorka - 01.12.1946, Síða 15
MÓÐURMÁLIÐ Ejtir Svöja Þorleijsdóttur Fáir eða engir munu þeir menn vera, sem muna tilfinningar sínar, er þeir mæltu hin fyrstu orð, svo framarlega sem það hefur gerzt á eðlilegum ævitínra. En hver, sem hefur veitt eftirtekt litlu barni, þá er því verður nýtt orð á tungu svo skýrt að aðrir skilji, hlýtur að haf séð hinn mikla fögn- uð, er þá speglast í augum þess. Svo dásamleg er sú gáfa mannsins, að geta tjáð hugrenningar sínar með orðum. Sjálfsagt má einu gilda, hvort unr er að ræða mál hinna frumstæðustu þjóða eða mál hinna meslu menningarþjóða. En hitt er annað nrál, að því fullkomnara, sem málið er, þess dýpri og varanlegri unaðssemdir liggja duldar í því sjálfu, auk þess sem mál menningarþjóðanna eru lykill að dýrum verðmætum bókmenntanna. En því aðeins fær hinn fullþroska maður notið þess- ara verðmæta, að hann þegar á þroskaárunum hafi á valdi sínu sæmilega orðgnótt og skilning á tungu þjóðar sinnar. Því að rnálið er eigi orðin ein saman. Svo kvað Matthías: Ilvað er tungan? — Ætli enginn orðin tóm séu lífsins forði. — Ilún er list, sem logar af hreysti, iifandi sal í greyptu stáli, andans form í mjúkum myndum, minnissaga farinna daga, flaumar lífs, í farveg komnir fleygrar aldar, er striki halda. Þetta allt er tungan, mál mannsins. A þetta eigi aðeins við um vort mál, íslenzkuna, heldur rnundu margar þjóðir telja þetta rétt mælt um sína eigin tungu. En er nú nokkurs virði fyrir íslenzka þjóð að tala íslenzka tungu? Hefðum vér verið nokkuð ver komnir nú, þótt horfið hefði verið að því ráði að taka hér upp danska tungu, þá er svo var um mælt, að vér „dependeruðum svo mjög af þeim dönsku?“ Eða væri oss eigi betur borgið nú, ef vér mæltum á tungu einhverrar stórþjóðar? Ekki minnist ég þess, að hafa heyrt nokkurn Islending halda því fram í alvöru nýverið. Sem betur fer vilja líklega flestir íslendingar tala íslenzkt mál, þótt nokkuð skorti á, að allir geri það. En svo sem skáldið kvað: Tungan geymir í tímans straumi trú og vonir landsins sona. Því er íslenzkan svo sem einn eðlisþáltur hvers þess manns, er íslendingur vill heita, auk þess sem hún er vor dýrasti arfur, arfurinn, sem gefur oss rétt til að hera höfuð hátt, vitandi það, að vér erum menn með mönnum, lítil, sérstök þjóð í mannhafi heimsins. í dýpstu áþján og neyð lifði tungan. I söng og sögu hjó sú lífsuppspretta ís- lenzks þjóðlífs, er var þjóðinni „hjartaskjól, þeg- ar hurt var sólin.“ Eldur og ísar fengu ei grandað þeirri dýru gjöf. í lágu hreysi var tungan Ijós og „langra kvelda jólaeldur“ landsins börnum, ef til vill án þess, að þjóðinni sjálfri væri ljóst, hve auðug hún var. En svo runnu upp þeir tímar, er beztu menn landsins komu auga á tign og fegurð þessa forna máls. Þá kvað Jónas um „ástkæra, ylhýra málið“, móðurmálið, „hið mjúka og ríka“, sem móðirin hafði í öndverðu kveðið barni sínu og lagt því á tungu. í ástaróði Jónasar til íslenzkr- ar tungu felst hinn djúpi og heiti fögnuður hins fullþroska manns, skáldsins, sem skynjar töfra og mátt tungunnar. Nýr heimur hefur honum opn- azt, „sál“ málsins. Móðirin gaf honum í veganesti lykil þessara auðæva. En Jónas Hallgrímsson er ekki hinn eini, sem hverfur frá móðurknjám bú- inn því veganesti. íslenzkar mæður allra alda hafa þannig búið börn sín til ferðarinnar um lífs- ins haf, þólt sá búnaður sem annað hafi misjafn MELKORKA 47

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.