Melkorka - 01.12.1946, Blaðsíða 12

Melkorka - 01.12.1946, Blaðsíða 12
. . . og sumarið lætur okkur aldrei í friði . . . Snjór í hlíðum, vetur framundan. Okkur sem höfum undir hönduin land með berjatrjám og slíku er korna veturs konungs að nokkru leyti þóknanleg. — Sumarið er yndislegt, en það er slíkt óðagot á því, þegar ekki rignir að varla er hægt að handsama nokkra stund til lesturs eða íhugunar. Ljúfast er að fljúga með því upp um heiðar og fjöll. Ef til vill kemur það einmitt til þess, að lokka okkur þangað. Það lætur okkur aldrei í friði af því að það vill fá okkur með sér eitthvað langt í burtu, helzt allar götur upp á öræfaslóð — og þá kemur það með rigningu og súld, en stingur sólskininu sínu í vasann. -—- Stundum en ekki alltaf. Eg veit ekki á hvaða leiðum þú hefur svifið, en ég elti það í ýmsar áttir. Ég man einu sinni þegar árangur af fálmkenndri en þrautseigri baráttu kvennanna fyrir bættum kjörum. Með stofnun stéttarsamtaka okkar kvenna fannst mér sem upp rynni betri og bjartari dagar. Vonir þær, sem atburður þessi færði okkur hafa að miklu leyti rætzt, þó oft syrti í lofti. Nú er ég 64 ára ára gömul. En ég vona að ég fái að lifa þá stund að íslenzkur verkalýður skilji köllun sína og láti engin öfl sundra mætti samtaka sinna, en þá mun framtíð íslenzkrar alþýðu vel borgið. E. E. við fórum á Þingvöll, þá stanzaði þessi hrekkja- lómur brosandi og sagði: „Líttu á — líttu á, hér er fegurð og frelsi hvert sem litið er — land þinn- ar þjóðar, of gott til þess að gleymast við stofur og störf.“ — Þelta sagði sumarið og sitt hvað fleira um frelsi og fegurð öræfanna. Ég heyrði það ekki allt, en mér skildist þó, að hver ferða- langur, sem fer inn á öræfin, fái eitthvað af frelsi þeirra og fegurð heim með sér. Vetur konungur hefur boðað komu sína og þrátt fyrir allt er hann að vissu leyti velkominn. Hann býður upp á stund til lesturs og íhugunar og fleira gott á hann í fari sínu. Við sem höfum heimsótt hann í ríki hans vitum, að hann býr í dásamlegri töfrahöll. Hann lokkar ekki út úr bæn- um á sama hátt og sumarið — það er satt, — en vel má vera að hanri segi eitthvað á þessa leið: „Borgarkonur — húsin og þéttbýlið geta gert ykk- ur þröngsýnar og óhamingjusamar. Komið út í mitt ríki, sjáið snæviþöktu fjöllin mín — sjáið hvað hraunin og holtin eru komin í snotran bún- ing. Virðið fyrir ykkur ísana mína. Það er nógu gaman að vera á sveimi út á vatninu þegar sést í botn — eða renna sér niður sporlausar hlíðar. Teyga að sér hinn frjálsa andblæ fjallanna. Sjá þau bera við himin þegar húmar. Komið nú og skoðið höllina mína.“ Eigum við að jara? Upp með teppið, töfrateppið — en það hefur þá náttúru, að ef stigið er á það, þá svífur það, hvert sem maður vill. 44 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.