Melkorka - 01.12.1946, Blaðsíða 23

Melkorka - 01.12.1946, Blaðsíða 23
Nokkur orð um íslandsklukkuna, Hið ljósa man og Eld í Kaupinhafn Ejtir FríSu Einars Það er vandi að skrifa um meistaraverk, sem verður lesið að þúsund árum liðnum, ef nokkur maður íslenzkur lifir þá, og hef ég aldrei reynt það fyrr. Sarnt eru þessar bækur ekki sniðnar né samsettar úr öðru en því sem hverjum manni hér- lendum er tiltækilegt að afla sér, „uppsprettu- lindir og niðandi vötn minnar tungu“ ólga hér hvar sem flett er, stundum með fjarlægum hreimi, stundum nálægari, oft annarlegum, en hér er gaman í þessum heimi, því að þetta eru allt heimalönd mín. Hér er einnig ofið í þeim fræð- um, sem iðkaðar hafa verið með þjóðinni á liðn- um öldum, guðfræði og lögfræði, ímynd guð- fræðinnar er einn herfilegur tré-Kristur með prjóna gegnum útlimina, og mun þarna vera rétt lýst hinu undarlega óeðli þessarar stefnu, sadisma undir yfirskini heilagleika, sem þó verður ekki vefengdur (fremur en önnur lygi og villa) og lögfræðin klækir en þó af handahófi svo að ýmist er dæmt af manni höfuð að ósönnuðu máli, eða að hann er dæmdur sýkn að jafn ósönnuðu máli. Það sem hér sést af náttúrufræði er skrýtið og miðaldarlegt, Grindvíkingurinn athugar ekkert sjálfur, en lætur segja sér allt og lítur ekki við öðru en undrum og kynjum, og slíkir „rannsókn- armenn“ eru raunar enn til. Uppistaða verksins er glæpur, sem vafi leikur á að framinn hafi verið, glæpamaðurinn sjálfur virðist jafnvel í vafa um það stundum, yfirvöld gera ýmist að dæma manninn sekan eða sýkna hann, unz loks gengur lokadómur í þessu marg hataða eilífðarmáli og maðurinn er sýknaður. Hér koma fram aðrar aðalpersónur. Það gerist á sumarnóttu við lygnan fjörð og tæran að korn- ung mær fögur og heimsvanur fyrirmaður sjást í fyrsta sinn og síðan geta þau ekki gleymt því að þau sáust þarna né síðari samfundum, en reki- stefnan út af óbótamanninum fléttast saman við örlög þeirra, bindur þau, binzt þeim svo óskyld sem hún er hinum fyrstu rökum kenningar þeirra. Hinar þriðju persónur verksins eru ekki lifandi menn, heldur bækur, af þeim er aðeins ein nefnd með nafni, Skálda, á þetta skorpnaða skinn- ræksni, sem ekki dugði til að hæta skinnbrók, er slegið slíkum ljóma að ég hef ekki slíkan séð leggja af bók síðan ég var yngri, og þá m. a. af þeirri hvers handrit kallast Codex regius. Og þegar sá hinn menntaði tignannaður sem ég nefndi áðan, á að velja á milli bókarinnar og hinnar ungu konu, sem er man íslands og sól þess, þá kýs hann bókina. Og á meðan hann lætur sér nægja bækurnar og vinnur að varðveizlu þeirra heldur hann heilum sönsum heima í hús- inu hjá Gilitrutt sinni, hinni herfilegu dönsku konu, ef konu skyldi kalla, sem hann liefur kvong- azt til fjár. En síðar, er honum hefur mistekizt hið annað verkefni sitt, að glæða mannlíf á íslandi, gefst hann upp, lætur bækurnar verða eldinum að bráð (og iðrar þess) en sjálfan sig ólyfjan vondra drykkja og lætur reka á reiðanum um örlög ís- lands, í stað þess að ofurselja það nýrri smán (en þó ekki án hlunninda, svo sem hér var á döf- inni fyrir skemmstu) og hafnar um leið þeirri ánægju að fá að una lífinu með Snæfríði þegar ævi þeirra beggja er tekið að halla. Efni bókarinnar er sem hafsjór margbreytilegt og yrði varla gerð skil nema í þykkum bindum. Hér er í bókum þessum lýst sögu vors litla þjóðfélags í höndum danskra konunga og kaup- manna eins og hún kemur skáldi þessu fyrir sjón- MELKORKA 55

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.