Melkorka - 01.12.1946, Blaðsíða 8

Melkorka - 01.12.1946, Blaðsíða 8
Frá jiilltráajundi Kvenréttindafél. Islands 1944. Fyrír miðju sjást Laufey Valdimarsd. og María Knudsen (standandi) gerð að bera þungar byrðar, sem alltaf voru þyngdar og gáfu aldrei neina hvíld. Samt var eins og hún þreyttist aldrei, alltaf jafnvægi í lundinni, alltaf spaugsyrði á reiðum höndum, aldrei dapur- leiki og vonleysi, ekki heldur, þegar sjúkdómur- inn miskunnarlausi, sem dró hana til dauða, merkti sér hana fyrrr fullt og allt. Eins og þrekfólki er títt, vildi María Knudsen bera harrna sína og erfiði ein og óstudd, með- aumkun þoldi hún ekki, á því sviði gat jafnvel gætt hjá henni ósanngirni. Ein mín sterkasta end- urminning um hana er það, er hún í eitt skipti vísaði á hug samúð, sem hún kallaði vera sama og meðaumkun. Því vil ég nú fyrst og fremst votta hinni látnu þrekkonu virðingu mína, að- dáun og þökk fyrir það, sem hún var og það, sem hún leysti af hendi hér hjá okkur. Barátta og starf Maríu Knudsen var vitanlega um fram allt helgað heimili hennar og börnum, sem hún hefði verið reiðubúin að fórna sínum síðasta blóðdropa. En auk þess vildi hún láta öll réttindamál smælingja þjóðfélagsins til sín taka og taldi þar ekki eftir neitt erfiði. Þess vegna varð hún eins eldheit kvenréttindakona og hún var og tók í stjórnmálum afstöðu með þeim, hverra hlut- ur er fyrir borð borinn í lífsbaráttunni. Heit flokkskona var hún lJó ekki og mundi aldrei hafa getað verið, því bæði gáfur og þrek var of mikið, til þess að hún gæti látið segja sér fyrir um af- stöðu til ýmissa mála. í hvaða máli sem var, mundi María Knudsen aldrei hafa farið eftir öðru en sannfæringu sinni og samvizku. Um þetta myndi ég aldrei liafa getað efazt, enda þótt skoð- anir okkar á ýmsum málum færu ekki alltaf sam- an, en þegar slíkt gagnkvæmt traust er fyrir hendi er auðvelt að vinna saman. Ég talaði við Maríu Knudsen í síðasta sinn í sírna, tveimur eða þremur dögum áður en hún dó. Hún var að biðja mig að mæta á stjórnar- fundi í Kvenréttindafélaginu, og var þá svo af henni dregið, að það var sem rödd hennar væri ómur frá öðrum heimi. Slíkt var þrek hennar, méð dauðann fyrir augum og þrotna líkamskrafta hugsaði hún enn, ekki eingöngu um sína nánustu, heldur líka um þau mál, sem hún hafði gefið svo mikið af kærleika sínum og orku, j afnréttismál kvenna og kjör lítilmagnans yfirleitt. Mikinn arf hlýtur slík kona að eftirláta börnum sínum í minningunum um það, sem hún var. 40 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.