Melkorka - 01.12.1946, Blaðsíða 19

Melkorka - 01.12.1946, Blaðsíða 19
Sjálfsmynd mörg stig ecfa tímabil í list sinni. Á bak við hinar óhlutstæðu myndir hennar liggur þekking á hin- um raunverulegu hlutum, og hún leikur sér að því að „abstrahera“ inn á myndflötinn. Hún fær með því fjölbreytt og skemmtileg form, en sterkt og áhrifamikið litaval. Á tímabili notar hún hlandaða, frekar dumba liti, en hér og hvar sterka, rauða, græna, bláa, upp úr litaflóðinu. Síðar gerist hún djarfari, notar sterkustu liti saman og nær oft fögru, samstilltu litflæði, sem mætti líkja við músik. Hún vinnur í stórum flötum, það er aldrei neitt smátt við myndir hennar, jafnvel pensilstrikin eru stór og djörf. Hver mynd er í rauninni stig upp í þá næstu, því að allt krefst framhalds. Það bíða alltaf ný viðfangsefni málarans og með einni mynd er í rauninni lítið sagt, og unr leið margt, en heildarverkið lýsir þróuninni og leitinni. Tak- markið býr í sjálfu viðfangsefninu og framliald- inu. í myndum Nínu er hreyfing og hrynjandi, svæðið er vel notað og hlutirnir eiga sér sveigjan- legt rúm á fletinum. Ef athuguð er mynd eins og t. d. sjálfsmynd, sést hvernig hún mótar formin til, leikur sér að því að byggja inn á flötinn MELKORKA 51

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.