Melkorka - 01.12.1946, Blaðsíða 16

Melkorka - 01.12.1946, Blaðsíða 16
MóSurmálið mitt fagra verið. En svo fögru hlutverki sem því að kenna börnunum málið fylgja og þungar skyldur. Móð- irin þarf að vera vandanum vaxin. Hún þarf sjálf að vera vel máli farin og eiga í fórum sínum and- leg verðmæti til þess að miðla börnum sínum. Að öðrum kosti er hún tæplega fær um að leggja undirstöðuna að því, að barn hennar verði hlut- gengur íslenzkur þjóðfélagsþegn að því er málið snertir. Af þessum ástæðum er það fullkomið íhugunarefni, hvað læra má af formæðrunum í þessu efni, jafnframt því að athuga, hvernig æsku- konur þessa lands húa sig undir þennan þátt upp- eldisstarfanna. Ýmislegt virðist benda til þess, að íslenzkar konur allra alda hafi verið ljóðelskar margar hverjar og sennilega fleiri skáldmæltar en um er vitað. Formæður vorar hafa, eins og mæður allra tíma og þjóða lagt sig í framkróka um að hugga börn sín og láta þau halda eðlilegu glaðlyndi bernskunnar, jafnvel þegar harðast blés og verst kreppti að. Fyrr á tímum varð ekki hlaupið í sölubúðir til þess að kaupa leikföng til að létta skap barnanna með. Ekkert hnossgæti fannst í búrinu, naumast matur til þess að seðja hungrið. Ekki varð gripið til myndabóka og sögu- eða ljóðabækur voru ekki heldur í hvers manns húsi. 48 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.