Melkorka - 01.12.1946, Blaðsíða 5

Melkorka - 01.12.1946, Blaðsíða 5
MELKORICA TÍMARIT KVENNA Ritstjóri: RANNVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR Ritnefnd: Þóra Vigjásdóttir ■ Valgerður Briem • Petrína Jakobsson 2. hefti . Desember 1946 . 3. árgangur HRYGGILEGAR HLIÐSTÆÐUR Ejtir Rannveigu Kristjánsdóttur í upphafi hernámsins settist hér nefnd á rök- stóla til þess að' athuga siðferði íslenzkra kvenna. Nefnd þessi skilaði áliti og mátti af því ráða, að um það bil fimmta hver kona í Reykjavík um- gengist erlenda hermenn á óviðeigandi hátt. Hug- tök voru þó ekki nákvæmlega skilgreind að því er mig minnir. En hinir erlendu hermenn höfðu orð á því, að þær konur hérlendar, er örlátastar voru á blíðu sína, væru öðru vísi en erlendar að því leyti, að þær kynnu ekki við að taka neina þóknun fyrir. íslenzkir karlmenn hafa keppzt við að for- dæma þessar konur og um þær hafa margir dálk- ar verið skrifaðir í blöðin. Eg er ekki að segja, að þau skrif hafi verið ástæðulaus. Þó margar stúlkur hafi hitt heiðarlegan amerískan eða brezk- an hermann, orðið ástfangnar og gifzt honum, hafa þó hinar verið fleiri, sem leiddar hafa verið út í taumlaust skemmtanalíf og lausung. Flestar hafa þessar stúlkur verið kornungar. Ungar stúlkur dást að hetjum. Bandaríkjamenn kunna að skjóta úr byssu og stríða, en það kunna íslendingar ekki. Og svo hafa stúlkurnar alltaf vitað að þetta er „voldug vinaþjóð“. Það eru til miklir peningar í Bandaríkjunum og það er alltaf gott að vera í skini hinna ríku. Hver veit nema myndarlegur hermaður gefi ungri stúlku skartgrip. Og svo eru þetta tungumjúkir menn. Sextán ára stúlka, sem aldrei hefur heyrt annað en hálfkær- ingslega gagnrýni um útlit sitt og framkomu, verður frá sér numin af hamingju, ef velklæddur hermaður segir að hún sé falleg kona, og hún kann ekki við að neita honum um neitt, því hún vill ekki móðga svona göfugan mann. Það er alkunna að kynhrif koma skynsemdar- fólki oft til þess að haga sér eins og það væri mið- ur sín. Eg áfellist ekki hinar ungu stúlkur, því þær eru flestar aldar upp við þá hugsun að fyrst beri konunni að reyna að geðjast karlmönnunum, en menntun og starf sé aukaatriði. Það er vitað að konur ráða engu um utanríkis- pólitík Islands, en þeim mun undarlegra er það að heilir og hálfir þingflokkar skuli byggja rök fyrir afstöðu sinni til samninga við Bandaríkin á sömu siðfræði og 16 ára „ástandsdama“. í fyrra voru uppi raddir um að leigja eða selja land undir herstöðvar til 100 ára. í ár veita 32 þingmenn sömu þjóð, sem í fyrra fór fram á her- stöðvar, sérstök réttindi umfram aðrar þjóðir á hernaðarflugvelli í Keflavík, en þeir „kunna ekki við að taka neitt fyrir það.“ Þeir þykjast vera að semja, en samningurinn tryggir íslandi ekkert, sem ekki er áður tryggt með samningi. Bandaríkj amenn eiga kjarnorkusprengju. Þing- MELKORKA 37

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.