Melkorka - 01.12.1946, Blaðsíða 28

Melkorka - 01.12.1946, Blaðsíða 28
FRÁ ÚTLÖNDUM T ékkóslóvakía Hið tékkneska ráð kvenna, sem myndað hefur verið í Prag, er beint framhald af þeim kvenna- samtökum, er í fyrri heimsstyrjöldinni börðust fyrir fullveldi landsins og almennum kosninga- rétti. Réttindi kvenna voru að nafninu til tryggð í fyrstu stjórnarskrá lýðveldisins, 1919, þó að framkvæmdir yrðu litlar. — A hernámsárunum hélt landssamband tékkneskra kvenna baráttunni áfram undir stjórn frú Plemankovu, sem síðar var pínd til dauða af nazistum. Þessi kvennasam- tök störfuðu síðan neðanjarðar. Eftir fall Þjóð- verja leitaði landssambandið samstarfs við hina pólitísku flokka, verkalýðssamtökin, samvinnufé- lög og ungmennafélögin. Á hinu nýja þingi eiga 20 konur sæti. Þjóðþingiö hefur konu fyrir vara- forseta, og varaborgarstjórinn í Prag er kona. Konur í Englandi Enskar konur eiga nú við að stríða mörg brennandi vandamál, eins og kynsystur þeirra alls staðar annars. Og þær hafa á glæsilegan hátt sýnt dugnað sinn í atvinnulífinu. Þegar krafizt var að- stoðar þeirra til þess að auka afköst hergagnaiðn- aðarins, var búizt við að þrjár konur gætu komið í stað tveggja karlmanna, en það hefur nú sýnt sig, að tvær konur geta á þessum vettvangi af- kastað þriggja karlmanna vinnu. Halda nú þessar konur áfram starfi sínu eða vilja þær hætta? Það er búizt við, að eitthvað um 60% vilji aftur hverfa til heimilisins. Konur, sem lært hafa iðngreinar, hafa haft sömu laun og karlar, og ensku konurnar ætla að berjast fyrir því að halda þessum réttindum. Júgóslavía Stjórnarskrá Júgóslavíu er sú fyrsta, auk stjórn- arskrár Sovétríkjanna, sem tryggir fullkomið jafnrétti karla og kvenna á jafnt pólitísku, félags- legu og jjárhagslegu sviSi. Þar stendur: „Konur eru jafnokar karla á pólitísku, fjárhagslegu og félagslegu sviði og eiga rétt á sömu launum fyrir . sömu vinnu.“ Finnland Við þingkosningarnar í Finnlandi í marz 1945 hlutu 17 konur kosningu (af 200 þingmönnum). Flestar konur sátu á þingi í Finnlandi eftir kosn- ingarnar 1908 eða 25, en fæstar 1930 eða 11. Hinar 17 skiptast þannig milli flokka. Hægri- og milliflokkar samtals 4, socialdemokratar 7, komm- únistar 6. ar og viðleitni inn á hinar happadrýgstu brautir. Líf yðar minnir mig á óshólma, torleiði með fjöl- mörgum sandrifjum, sem alúð hans hefur breytt í opinn farveg víðra, glampandi vatna. Kennari minn, Anna Sullivan, var einnig mikill aðdáandi bóka og sjálf listakona. Hún dó fyrir níu árum, og enn finn ég til ósegjanlegs einmanaleika, þó að ég hafi mér við hlið hina dyggu Polly, sem er mér augu, eyru og rödd. Og þér eigiö annað, sem gleöur mig — vísinda- lega þjálfun, sem gerir yður fært að halda áfram baráttu yðar gegn blindu og heyrnarleysi með enn meiri árangri. Ég umfaðma yður í huganum, þar sem ég sé yður fyrir mér ganga aleina en óbugaða gegnum skelfingum fyllt strætin, umkringda af óvinum, sem ekki geta lengur talizt til manna. Nú þegar hættan er hjá liðin, og þér komnar til Moskvu, hlakka ég til frelsisstundar þúsunda daufra og blindra í þeim héruðum, sem hin bless- unarríka, rauöa stjarna Rússlands mun skína yfir. Gerið svo vel, kæra Olga, aö flytja Sokolyansky prófessor hjartans þakkir fyrir að vera sá ljósberi, sem hann er yður, svo og vinarkveðjur til skóla- systkina yðar, sem ég einnig hef samhyggð með sökum sameiginlegrar trúar á getu mannkynsins til að skapa í heiminum réttlæti og frelsi hverjum einstaklingi til handa. Með systurkveðju, yðar Helen Keller. 60 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.