Melkorka - 01.12.1946, Blaðsíða 9

Melkorka - 01.12.1946, Blaðsíða 9
Kjör alþýðukvenna á Akureyri um aldamótin Viðtal við Sigrúnu Jónsdóttur, Þingvallastrœti 12, Akureyri Dag nokkurn varð mér gengið inn til gamallar samstarfskonu minnar og félagssystur, Sigrúnar Jónsdóttur, og bað lrana að segja mér eitthvað frá lífi og baráttu verkakvenna fyrr á tínrum. Tók hún því vel og sagðist svo frá: — Ég er fædd og uppalin í Eyjafirði og er mér vel kunnugt unr hvernig kjör alþýðukvenna voru skömmu fyrir og eftir síðustu aldamót. Ég er verkamannsdóttir og átti við svipuð kjör að búa í uppvexti mínum og flest fátækramanna- börn á þeinr árum. Fór ég fljótlega í vinnu- mennsku, þegar ég gat. Þegar ég var 17 ára fékk ég fyrstu vinnukonu- launin mín, en þau voru kr. 30.00 unr árið. Síðar fór ég í vor- og sumarvinnu og vann þá frá 14. maí til 20. september fyrir kr. 100. — Hvað var vinnutíminn langur í sveitinni í þá daga? — Venjulegast var unnið frá kl. 7 að morgni til kl. 9 að kveldi, en þar eru meðtalin kaffi- og matarhlé. Þar fyrir utan var okkur stúlkunum ætlað að þjóna karlnrönnunum í okkar hvíldartímum, í svefntíma okkar og á sunnudögum. Sveið mér sárt sá óréttur, sem við vorum þar beittar. — Varstu aldrei í vetrarvist, og hvað var þá goldið? — Jú, víst var ég í vetrarvist. Þá var mér borg- að 5—8 kr. á mánuði, og þá var nú ekki venja, að vetrarstúlkurnar fengju frí einn dag í viku, eins og nú er háttað. — Ekki hefur þú alltaf stundað sveitavinnu? — Nei. Jafnframt því að ég vann á heimili for- eldra minna, sem höfðu dálítinn búskap, eins og þá var títt hér á Akureyri, stundaði ég fiskvinnu hér í bænum. Sigrún Jónsdóttir — Voru þá nokkur samtök verkakvenna hér í bæ, þegar þú fórst að vinna að fiskvinnunni? — Nei. Samtök verkakvenna þekktust þá ekki, enda var þá kaupgjaldið eftir geðþótta atvinnu- rekendanna. Fyrst þegar ég fór í fiskvinnu var tímakaup kr. 0,15 hvort heldur unnið var rúmhelga daga eða sunnudaga. Fyrir að þvo 100 fiska, hvort heldur þeir voru smáir eða stórir, voru greiddir 30 aurar. — Var nokkur síldarvinna hér þá? — Já. Norðmenn slunduðu hér síldveiði og lögðu upp á Tanganum. Síðar fóru íslendingar að verka hér síld. Fyrst þegar ég fór í síld, var það hjá Laxdal. Hafði ég þá 25 aura fyrir tunnuna af kverkaðri síld, en 35 aura fyrir tunnuna af magadreginni síld. — Fenguð þið vinnulaunin borguð í pening- um? — Oftast voru þau skrifuð inn í reikning. Þó voru undantekningar. Til dæmis man ég það, að eitt sinn fórurn við nokkrar stúlkur með Kong MELKORKA 41

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.